Læknablaðið - 01.12.2017, Side 24
544 LÆKNAblaðið 2017/103
árinu 725. Á hana eru ristar rúnir sem ákalla „Úlf og Óðinn og
há-Tý“ gegn „sársauka af dvergi unninn“.6 Á 11. aldar töfragrip
sem fannst í Sigtúnum í Svíþjóð er einnig að finna áletrun þar
sem sóttin er kennd við „þurs“ og „úlf“ og klykkt út með óskinni
„njót lyfja“.7
Ljóð og lækning
Augljósustu tengsl töfra og læknisdóma má sjá í heimildum um
fæðingarhjálp fyrri alda. Sigurdrífumál4,5 geta um bjargrúnir þær
sem „leysa kind frá konu“.
... á lófa þær skal rísta
og um liðu spenna
og biðja þá dísir duga. (vísa 9)
Í sama ljóði er einnig getið um limrúnar sem ristar skulu á
trjágrein ...
... ef þú vilt læknir vera,
og kunna sár að sjá:
á berki skal þær rísta
og á baðmi viðar,
þeim er lúta austur limar. (vísa 11)
Í Oddrúnargráti4,5 kemur Oddrún til bjargar Borgnýju sem er í
barnsnauð og yfirkomin af sorg og þjáningu þegar Oddný geng-
ur „mild fyrir kné / meyju að sitja“. Eins og ljósmæður allra alda
hafa gert, situr hún fyrir knjám konunnar og aðstoðar hana í
fæðingunni. Hún kveður Borgnýju galdra þá sem leysa hana frá
þrautum sínum. Síðan upphefur Borgný raunasögu sína og verður
það tregróf henni til hugarhægðar (vísur 14-34). Sjáum við þar eitt
elsta dæmi fornra frásagna um geðlækningu eða sálfræðiaðstoð
sem veitir lausn frá hugarangri. Sú geðlausn gerist þó ekki átaka-
laust ef marka má Oddrúnargrát, því ...
... ríkt gól Oddrún,
rammt gól Oddrún,
bitra galdra
að Borgnýju. (vísa 7)
Galdrar og lækningar tengjast mjög kveðskap og skáldgáfu. Hug-
takið ljóð í fornum kvæðum hefur yfir sér kynngimagnaðan kraft
og virðist oft vera samheiti við galdur, eins og glöggt má ráða af
Ljóðatali Hávamála.4,5 „Ljóð eg þau kann“ segir þar „er þurfu ýta
synir er vilja læknar lifa“ (vísur 146 og 147). Í Sigurdrífumálum er
kennt hvernig veita skuli nábjargir og fara með lík:
Það ræð eg þér ið níunda,
að þú náum bjargir,
hvar er þú á foldu finnur,
hvort eru sóttdauðir
eða eru sædauðir
eða eru vopndauðir verar. (vísa 33)
Laug skal gera,
þeim er liðnir eru,
þvo hendur og höfuð,
kemba og þerra,
áður í kistu fari,
og biðja sælan sofa. (vísa 34)
Segja má að Sigurdrífumál – ekki síst þessi síðasttöldu tvö erindi
– séu á vissan hátt elsti vísirinn að heilbrigðisreglugerð sem við
eigum í fornum heimildum. Þau votta að heiðnir menn hafa borið
skynbragð á þýðingu hreinlegrar umgengni við lík og að sýna því
verki alúð og virðingu að veita nábjargir.
Frá kristnum tíma eru mýmörg dæmi um töfraþulur, rúnir og
bænir í tengslum við lækningar, sérstaklega eftir að kemur fram á
15. og 16. öld og allt fram á 19. öld. Í Kristinna laga þætti Grágásar8
er sérstaklega tekið fram hvað við liggi ef framin er fjölkynngi og
má af lagaákvæðinu ráða að fjölkynngi fornmanna tengdist mjög
lækningaviðleitni þeirra:
Þá fer [maður] með fjölkynngi, ef hann kveður það eða kennir,
eða lætur kveða að sér eða að fé sínu [...] Menn skulu eigi fara
með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða á fé
manna. Ef menn trúa á steina, til heilindis sér eða fé, og varðar
fjörbaugsgarð. (s. 22)8
Þrátt fyrir þetta bann Grágásar má víða sjá í heimildum dæmi
um notkun lausnar-, lyf-, hulinshjálms-, óska-, og lífsteina.9 Hólm-
göngu-Bersi hafði lyfstein um háls sér í Kormáks sögu.10 Steinninn
var rifinn af honum í bardaga og eftir það greru sár hans seint.
Þórður Arndísarson færir honum steininn aftur og græðir síðan
sár hans (kafli 12). Má af samhenginu ráða að lyfsteinninn hafi
ráðið miklu um batavon Bersa.
Trú á náttúrusteina til lækninga var viðurkennd og viðtekin
langt fram eftir öldum. Lútherska kirkjan leit á lausnarsteininn
sem náttúrulegt og kristilegt meðal til þeirra nota eins og sjá má af
lýsingum í steinabók Jóns lærða sem er kafli í riti hans „Nokkrar
fáar greinar um jörð vora og hennar undarlegu náttúrur“.11 Er þar
vísað til meðferðar íslenskra presta á steininum, til dæmis Odds
Einarssonar biskups í Skálholti (1589-1639) og Sigfúsar Sigurðsson-
ar (d. 1639) á Refsstað í Vopnafirði. Í skrá yfir eigur Hóladómkirkju
árin 1525 og 1550 er getið um arnarstein (achitis) sem nefndur er
lausnarsteinn og talinn til eigna kirkjunnar.12 Hefur steinninn sá
væntanlega verið notaður í kristilegum og lögmætum tilgangi.
Jörð tekur við öldri en eldur við sóttum
Í þeim nýaldarfræðum sem vinsæl urðu á Vesturlöndum á síðari
hluta 20. aldar má sjá lífseigar, ævafornar hugmyndir um áhrif
náttúrunnar á líf og heilsu. Hreinsunaröflin eru jörð, eldur, loft og
vatn, eins og lýst er í ræðu Óðins í Loddfáfnismálum Hávamála.5
[...]
því að jörð tekur við öldri, öldri = öli
en eldur við sóttum;
eik við abbindi, abbindi = harðlífi/gyllinæð
ax við fjölkynngi,
Y F I R L I T S G R E I N