Læknablaðið - 01.12.2017, Síða 29
LÆKNAblaðið 2017/103 549
Y F I R L I T S G R E I N
stemmur og rúnapár ásamt hagnýtum ráðum og grasalækningum
við ýmsum kvillum.
Eins og viðurnefnið „lærði“ gefur til kynna var Jón Guðmunds-
son uppi á tímum þegar skilin voru enn óljós milli lærðra og leikra,
ekki aðeins hér á landi heldur víðar í Evrópu.38 Hugmyndaheimur
hans studdist að verulegu leyti við forngrískar kenningar um eðli
náttúrunnar og mannslíkamans sem lítt höfðu þróast fram að hans
tíð. Ritheimildir sýna enn fremur að vessakenningar Hippókrates-
ar sem Galenos byggði inn í kenningakerfi sitt, meðal annars
um heita og kalda sjúkdóma, náttúrufræði Pliníusar (d. 79) og
grasafræði Díoskorídesar voru enn við lýði og mótuðu hugmyndir
sjálfmenntaðra íslenskra fræðmanna seint á sautjándu öld.39 Þessi
fræði blönduðust annars vegar saman við magískar hugmyndir
um náttúrukrafta og kosmísk öfl, meðal annars áhrif himintungla
á heiminn og lífið í honum – hins vegar heiðnar trúarleifar í bland
við kristni, því ekki er ýkja mikill munur á því að spenna rúnir um
liðu „og biðja dísir duga“ eins og segir í Sigurdrífumálum (vísa 9)
eða að binda brot af Margrétarsögu28 um læri fæðandi konu, svo
dæmi sé tekið.
Niðurstaða
Frá upphafi vega hafa töfrar og trú tengst lækningum og verið
viðurkenndur liður í þeim lengst af. Skilin milli töfra og vísinda
voru lengi óljós en samþykki yfirvalda og samfélags á læknisað-
ferðunum sem beitt var valt á því hvort þekkingin – eða einstak-
lingurinn sem beitti henni – laut boðunarvaldinu. Þannig réðst
það ekki síst af trúarlegri afstöðu (hvort sannkristið hugarfar bjó
að baki lækningunum) og samfélagsstöðu, hvort iðja manna tald-
ist galdur eða fræði.
Áhrif siðbreytingarinnar eftir 1550 á vísinda- og þekkingar-
starf í landinu ber einnig að taka til greina. Fram að þeim tíma
voru íslensku klaustrin, líkt og víðast erlendis, vísindastofnanir
og þekkingarmiðstöðvar,40 ekki síst í læknisfræðilegum efnum.
Eftir að klaustranna naut ekki lengur við má greina tímabund-
inn afturkipp í læknisfræðilegu þekkingarstarfi á Íslandi, eins
og framangreindar frumheimildir votta. Í þeim efnum virðist
viðleitni siðbótarmanna41 til að efla þekkingu og kristindóm eftir
siðaskipti hafa verið lítið mótvægi.
Varðveittar galdrabækur sem og lýsingar glataðra rita sýna að
þeim sem fengust við kukl og galdur á Íslandi var einkum umhug-
að um líf og heilsu, sjálfra sín og annarra. Þó að galdrastafir hafi
orðið æ fyrirferðarmeiri í lækningabókum og „fávíslegar lækn-
ingareglur“ að sama skapi ríkari þáttur í galdrabókum eftir því
sem leið á lærdómsöld, verður ekki framhjá því litið að bækurnar
geymdu ævagömul læknisráð. Þau ráð voru upprunnin úr ritum
sem fyrr á tíð og lengi fram eftir voru meðal fremstu fræða, byggð
á hippókratískum kenningum sem ætla má að hafi verið kennd í
Salernóskólanum á Ítalíu. Með tímanum – einkum eftir siðaskipti
– hnignaði innihaldi þessara lækningarita sem virðast hafa geng-
ið manna á milli í bjöguðum afskriftum og tekið á sig viðbætur
úr ýmsum áttum uns svo var komið að örðugt var að greina á
milli lækninga- og galdrarita. Sama þoka umlykur læknisiðjuna
sjálfa, eins og sjá má af þeim samkenndar- og líkindafræðum sem
um svipað leyti riðu húsum við Hafnarháskóla og voru í raun af
sama toga og lækningaviðleitnin sem leiddi sakfellda galdramenn
á bálköstinn.
ENGLISH SUMMARY
The conjunction between medical practice, religion and magic becomes
rather visible when one peers into old scripts and ancient literature.
Before the foundation and diffusion of universities of the continent, the
european convents and cloisters were the centers of medical knowl-
edge and -practice for centuries. Alongside the scholarly development
of medical science, driven from the roots of the eldest scholarly medicial
practice, the practice of folk-medicin flourished and thrived all over
Europe, not least the herbal-medicine which is the original form and
foundation for modern pharmacy.
This article deals with the conjunction of religion, magic and medical
practice in ancient Icelandic sources such as the Old-Norse literature,
medical-scripts from the 12th – 15th century Iceland, and not least
the Icelandic magical-scripts (galdrakver) of the 17th century. The last
mentioned documents were used as evidence in several witch-trials that
led convicted witches to suffer executions at the stake once the wave of
European witch-persecutions had rushed ashore in 17th century Iceland.
These sources indicate a decline of medical knowledge and science
in the 16th and 17th century Iceland, the medical practice being rather
undeveloped at the time – in Iceland as in other parts of Europe – there-
fore a rather unclear margin between „the learned and the laymen“.
While common people and folk-healers were convicted as witches to
suffer at the stake for possession of magical scripts and healing-books,
some scholars of the state of Danmark were practicing healing-methods
that deserve to be compared to the activities of the former ones. That
comparison raises an inevitable question of where to draw the line
between the learned medical man and the magician of 17th century
Iceland, that is between Magic and Science.
Medical practice, magic and religion - conjunction and development before and after Reformation
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Independent researcher at The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies.
Key words: Folk-medicine, medical-science, healing, magic, herbal-healing, Old-Norse literature, manuscripts.
Correspondence: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, olinathorvardar@gmail.com