Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 33

Læknablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 33
LÆKNAblaðið 2017/103 553 Á aðalfundi Læknafélags Íslands var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn í Kópavogi 19. og 20. október 2017, samþykkir að stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna (FOSL) sé reglulega heimilt að greiða sjóðsfélögum heilsu- eflingarstyrk úr sjóðum FOSL ef peningalegar eignir sjóðsins eru hærri en sem nemur þrisvar sinnum árlegum rekstrargjöldum sjóðsins. Hver útgreiðsla má þó aldrei vera samtals hærri en svo að eftir verði í sjóðnum peningaleg eign sem nemur tvisvar sinnum árlegum rekstrargjöldum sjóðsins. Heilsueflingarstyrkur FOSL til hvers sjóðsfélaga skal hverju sinni taka mið af innborgunum af launum hans í sjóðinn árið á undan greiðslu styrksins. Heilsueflingarstyrkur FOSL skal aldrei nema lægri fjárhæð en 5.000 kr. Lægri greiðslur falla því niður. Sjóðfélagar standa sjálfir straum af skattgreiðslum af heilsuefl- ingarstyrknum.“ Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna (FOSL) hefur verið til í um 20 ár. Hann var settur á laggirnar til að bæta upp skerðingu á fæðingarorlofi sem hafði þá nýlega verið lögfest. Um er að ræða framlag frá opinberum launagreiðanda sem nemur 0,41% af laun- um hvers starfsmanns og er það lagt til sjóðsins þegar laun eru greidd út en kemur ekki fram á launaseðlinum (þar sem þetta er framlag launagreiðanda en ekki dregið af launþega). En nákvæm- lega hvað þessir peningar eiga að fara í er ekki nánar skilgreint. Reyndar er það algerlega á forræði stjórnar FOSL að ákveða hvern- ig þessum fjármunum skuli ráðstafað. Þetta hefur gert það að verk- um að það er mjög misjafnt milli stéttarfélaga hvernig sambærileg- ir sjóðir eru nýttir. Sum félög greiða út líkamsræktarstyrki. Önnur félög greiða gleraugnakostnað og svo framvegis. Við sem sitjum í stjórn FOSL höfum oft fengið spurningar um þetta. Hvernig standi á því að ekki séu veittir hinir eða þessir styrkir sem félagsmönn- um í öðrum stéttarfélögum standi til boða. Við sem sitjum í stjórn FOSL höfum viljað skilgreina hlutverk sjóðsins nokkuð þröngt og lítum á sjóðinn sem félagslegan jöfnunarsjóð. Við lítum svo á að hlutverk FOSL sé aðallega að styðja við bakið á barnafólki innan stéttarinnar (sem var eina hlutverk sjóðsins í upphafi), að styðja við bakið á læknum sem lenda í veikindum og verða fyrir tekjumissi sökum þess (með veikindastyrkjum) og að styðja við bakið á fjöl- skyldum þeirra lækna sem falla óvænt frá (með útfararstyrk). Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar reglur FOSL um úthlutanir þá eru þær aðgengilegar á vef Læknafélagsins, lis.is Stjórn FOSL hefur ekki viljað taka upp greiðslur vegna líkams- ræktarkorta, gleraugnakaupa eða þessháttar þar sem okkur finnst við þá vera komin of langt frá upphaflegum tilgangi sjóðsins auk þess sem því fylgir ýmislegt umstang sem erfitt er að réttlæta. Einnig fylgir því ákveðin mismunun milli sjóðfélaga þar sem ým- islegt í persónulegum högum fólks getur gert það að verkum að viðkomandi getur ekki nýtt sér slíka sértæka styrki. Það var því samþykkt á fundi hjá stjórn FOSL að leggja ofangreinda ályktun fyrir aðalfund. Ályktunin var einnig rædd í stjórn Læknafélagsins og hlaut góðar undirtektir þar. Því er vonandi hægt að segja að þessi ráðstöfun hafi verið kynnt rækilega. Nú verður sem sagt hægt að greiða félögum út úr FOSL ef útgjöld eru minni en innkoman hverju sinni. Við köllum þetta heilsueflingarstyrk og hvetjum sjóðfélaga til að nýta þessar fjár- muni til heilsueflingar en skiptum okkur ekki af því hverskonar heilsueflingu félagar kjósa að stunda. Enda ætti læknum að vera treystandi til að ákveða slíkt sjálfir. Reynir Arngrímsson formaður Agnar H. Andrésson Björn Gunnarsson gjaldkeri Hjalti Már Þórisson Jóhanna Ósk Jensdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir ritari María Gottfreðsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson Stjórn LÍ Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Heilsueflingarstyrkur FOSL Hjalti Már Þórisson röntgenlæknir hjaltimt@landspitali.is Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is fastus.is TERASON uSMART 3200T ÓMSKOÐUNARTÆKI Kristaltær og skýr mynd - litaskjár 11.5” AHVA LCD snertiskjár Windows 7 stýrikerfi Tengi: USB 3.0 og HDMI port þráðlaust net og bluetooth Býður upp á ótal möguleika við ómskoðun m.a. power- og vefjadoppler Stoðkerfisprógrömm forstillt fyrir þau svæði sem á að skoða Mjög nett, handhægt og létt (32,1x22,4x32 cm) Auðvelt að frysta ramma til að vinna með 128 GB sterkt drif sem þolir vel flutning Mjög góð sýn á nálar og auðvelt að staðsetja Aukahlutir s.s þráðlaust lyklaborð, hlífðarhulstur, hjólaborð og prentari 3 mismunandi hausar fyrir stoðkerfisskoðun - smart mark 15-4 MHz - 12-5 MHz - 5-2 MHz Herdís Þórisdóttir Söluráðgjafi – Heilbrigðissvið Sjúkraþjálfari B.Sc.,MBA Sími: 580 3912 GSM: 843 3912 Netfang: herdis@fastus.is

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.