Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 34

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 34
554 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Reynir Arngrímsson var kjörinn formað- ur Læknafélags Íslands með rafrænni kosningu í maí síðastliðnum. Hann tók við embættinu á aðalfundi félagsins nú í október af fráfarandi formanni, Þorbirni Jónssyni. Þú ert fyrsti formaður LÍ sem kosinn er rafrænni kosningu og með þátttöku allra félags- manna. Áður var formaður kjörinn á aðalfundi af fulltrúum aðildarfélaganna. Ertu sáttur við þessa breytingu á formanns- kjöri? „Ég er mjög hlynntur lýðræðisvæðingu félagsins og að allir félagar þess geti greitt atkvæði þegar kosinn er formaður og stjórn. Það endurspeglar frekar vilja félags- manna og einnig kemur betur fram fyrir hvað frambjóðendur standa. Hverju þeir vilja ná fram með formennsku í félaginu. Mínar áherslur snerust ekki hvað síst um að efla þurfi heilsugæsluna en með því tel ég að leysa megi þannig aðgengishnút sem myndast hefur í heilbrigðiskerfinu og Landspítalinn er ekki hvað síst að kikna undan. Ég hef einnig lagt mikla áherslu á kjara- mál lækna á spítölunum og í heilsugæsl- unni og bæði í stöðu minni sem formaður Læknaráðs Landspítalans undanfarin þrjú ár og í verkfalli sjúkrahúslækna talaði ég fyrir því að þetta væru þeir læknahópar sem bæta þyrfti kjörin hjá og sérstaklega í síðustu kjarasamningum að hækka grunn- laun almennra lækna. Það tókst. Ég hef sagt að í næstu kjarasamningum sé mikil- vægt að endurskoða og bæta vaktagreiðsl- ur og ég held að það hafi ráðið miklu hjá flestum sem kusu mig.“ Þú hefur starfað á Landspítalanum undanfarin ár og verið formaður Læknaráðs Landspítalans. Innan Læknafélags Íslands eru allir læknar, bæði sjálfstætt starfandi og sjúkrahúslæknar. „Ég þekki ágætlega til þess fjölbreytta umhverfis sem íslenskir læknar starfa í og veit mætavel hverju sjálfstætt starfandi læknar standa frammi fyrir því ég var einnig varaformaður Læknafélags Reykja- víkur á tímabili og þekki því nokkuð vel til samningagerðar fyrir sjálfstætt starf- andi lækna. Með þessu tel ég mig hafa nokkuð breiða skírskotun til félagsmanna og þekkja til aðstæðna þeirra þó ólíkar séu. Ég hef starfað sem heilsugæslulæknir, rekið eigin stofu og starfað á Landspítalan- um þannig að ég veit hvað brennur á þess- um hópum. Ég tel það eitt meginhlutverk formanns og stjórnar LÍ að samþætta þessi sjónarmið. Formaður LÍ verður að geta komið fram fyrir alla þessa hópa og ég tel mig standa ágætlega að vígi til þess.“ Breytingar á skipulagi LÍ „Skipulagsbreytingum LÍ sem samþykktar voru á aðalfundi í október beinast einmitt að því að hinir ólíku hópar innan félagsins fái ákveðinn málsvara. Hvort hlutverk LÍ breytist með þessu get ég ekki sagt til um á þessari stundu en Félag sjúkrahúslækna kemur nýtt inn og flestir koma þeir úr Læknafélagi Reykjavíkur og Læknafélagi Akureyrar. Læknafélag Reykjavíkur hefur verið félag heimilislækna, sjúkrahúslækna og sjálfstætt starfandi lækna og ekki alltaf fundið taktinn í þeim línudansi. Hingað til hafa læknaráð sjúkrahúsanna tekið að sér að gæta hagsmuna sjúkrahúslæknanna að nokkru leyti en þó án þess að þeim sé ætlað það hlutverk en með þessu nýja fé- lagi ætti þetta að skýrast. Félag sjálfstætt starfandi lækna verður einnig nýtt en hugsanlega heldur það gamla nafninu og verður Læknafélag Reykjavíkur. Það er ákvörðun sem liggur þar en ekki hjá LÍ. Í öllu falli verða fjögur félög innan Lækna- félags Íslands: Félag sjúkrahúslækna, Félag „Atvinnufrelsi lækna er grunnstefnan“ – segir Reynir Arngrímsson nýr formaður Læknafélags Íslands ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.