Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 34
554 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Reynir Arngrímsson var kjörinn formað- ur Læknafélags Íslands með rafrænni kosningu í maí síðastliðnum. Hann tók við embættinu á aðalfundi félagsins nú í október af fráfarandi formanni, Þorbirni Jónssyni. Þú ert fyrsti formaður LÍ sem kosinn er rafrænni kosningu og með þátttöku allra félags- manna. Áður var formaður kjörinn á aðalfundi af fulltrúum aðildarfélaganna. Ertu sáttur við þessa breytingu á formanns- kjöri? „Ég er mjög hlynntur lýðræðisvæðingu félagsins og að allir félagar þess geti greitt atkvæði þegar kosinn er formaður og stjórn. Það endurspeglar frekar vilja félags- manna og einnig kemur betur fram fyrir hvað frambjóðendur standa. Hverju þeir vilja ná fram með formennsku í félaginu. Mínar áherslur snerust ekki hvað síst um að efla þurfi heilsugæsluna en með því tel ég að leysa megi þannig aðgengishnút sem myndast hefur í heilbrigðiskerfinu og Landspítalinn er ekki hvað síst að kikna undan. Ég hef einnig lagt mikla áherslu á kjara- mál lækna á spítölunum og í heilsugæsl- unni og bæði í stöðu minni sem formaður Læknaráðs Landspítalans undanfarin þrjú ár og í verkfalli sjúkrahúslækna talaði ég fyrir því að þetta væru þeir læknahópar sem bæta þyrfti kjörin hjá og sérstaklega í síðustu kjarasamningum að hækka grunn- laun almennra lækna. Það tókst. Ég hef sagt að í næstu kjarasamningum sé mikil- vægt að endurskoða og bæta vaktagreiðsl- ur og ég held að það hafi ráðið miklu hjá flestum sem kusu mig.“ Þú hefur starfað á Landspítalanum undanfarin ár og verið formaður Læknaráðs Landspítalans. Innan Læknafélags Íslands eru allir læknar, bæði sjálfstætt starfandi og sjúkrahúslæknar. „Ég þekki ágætlega til þess fjölbreytta umhverfis sem íslenskir læknar starfa í og veit mætavel hverju sjálfstætt starfandi læknar standa frammi fyrir því ég var einnig varaformaður Læknafélags Reykja- víkur á tímabili og þekki því nokkuð vel til samningagerðar fyrir sjálfstætt starf- andi lækna. Með þessu tel ég mig hafa nokkuð breiða skírskotun til félagsmanna og þekkja til aðstæðna þeirra þó ólíkar séu. Ég hef starfað sem heilsugæslulæknir, rekið eigin stofu og starfað á Landspítalan- um þannig að ég veit hvað brennur á þess- um hópum. Ég tel það eitt meginhlutverk formanns og stjórnar LÍ að samþætta þessi sjónarmið. Formaður LÍ verður að geta komið fram fyrir alla þessa hópa og ég tel mig standa ágætlega að vígi til þess.“ Breytingar á skipulagi LÍ „Skipulagsbreytingum LÍ sem samþykktar voru á aðalfundi í október beinast einmitt að því að hinir ólíku hópar innan félagsins fái ákveðinn málsvara. Hvort hlutverk LÍ breytist með þessu get ég ekki sagt til um á þessari stundu en Félag sjúkrahúslækna kemur nýtt inn og flestir koma þeir úr Læknafélagi Reykjavíkur og Læknafélagi Akureyrar. Læknafélag Reykjavíkur hefur verið félag heimilislækna, sjúkrahúslækna og sjálfstætt starfandi lækna og ekki alltaf fundið taktinn í þeim línudansi. Hingað til hafa læknaráð sjúkrahúsanna tekið að sér að gæta hagsmuna sjúkrahúslæknanna að nokkru leyti en þó án þess að þeim sé ætlað það hlutverk en með þessu nýja fé- lagi ætti þetta að skýrast. Félag sjálfstætt starfandi lækna verður einnig nýtt en hugsanlega heldur það gamla nafninu og verður Læknafélag Reykjavíkur. Það er ákvörðun sem liggur þar en ekki hjá LÍ. Í öllu falli verða fjögur félög innan Lækna- félags Íslands: Félag sjúkrahúslækna, Félag „Atvinnufrelsi lækna er grunnstefnan“ – segir Reynir Arngrímsson nýr formaður Læknafélags Íslands ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.