Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 39

Læknablaðið - 01.12.2017, Page 39
LÆKNAblaðið 2017/103 559 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Nei, ég held að ég sé búinn að vera hér of lengi til að raunhæft sé að búast við því. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á það. Tækifærin til rannsókna eru miklu meiri hér en á Íslandi en þó hefur Íslensk erfðagreining (ÍE) breytt gríðarlega miklu fyrir rannsóknaumhverfið á Íslandi, og rannsóknir sem ég hafði unnið í samstarfi við ÍE hjálpuðu mér mikið að komast hingað út á sínum tíma. Rannsóknir ÍE í erfðafræði eru með því besta sem gerist í heiminum. Það væri einn þáttur sem gæti gert það freistandi en annars er fátt annað sem gæti orðið til þess. Ég vann á Landspítalanum í nærri 5 ár (1999-2003) áður en ég fór út og ég var einnig for- maður FUL (Félag ungra lækna sem nú er Félag almennra lækna) á þessum tíma. Á Landspítalanum var mjög hæft starfsfólk og ég hafði frábæran yfirmann og mentor, Helga Valdimarsson prófessor sem var yfirlæknir ónæmisfræðideildarinnar og hann var minn helsti bakhjarl og studdi mig og hvatti til að halda áfram. Ég hefði ekki komist að hér úti án hans stuðn- ings. En þrátt fyrir frábært starfsfólk þá er Landspítalinn vondur vinnustaður. Allt sem var lofað var svikið og lítill sem enginn stuðningur við eitt né neitt. Þetta situr svo í mér eftir öll þessi ár að ég hef nákvæmlega engan áhuga á að koma nokkurn tíma aftur til starfa á þeirri stofn- un. Hér er mikil samkeppni en það er allt gert til að hjálpa manni til að standa sem best að vígi. Þessi stofnun sem ég er á er ein af þeim bestu í Bandaríkjunum og það er allt til sem maður þarf á að halda. Hér er mjög vel haldið utan um starfsfólkið og allt gert til að létta manni störfin. Þessu kynntist maður aldrei heima. Ég held að fæstir sem fara heim geri það vegna starfs- umhverfisins heima heldur er það fjöl- skylda og heimaslóðir sem toga í. Fólk hef- ur í dag reyndar miklu meiri möguleika til að starfa á alþjóðlegum grundvelli og er ekki jafn bundið við land eins og áður var. En smæðin á Íslandi er staðreynd sem ekki verður komist framhjá.“ „Hér er mikil samkeppni en það er allt gert til að hjálpa manni til að standa sem best að vígi. Hér er mjög vel haldið utan um starfsfólkið og allt gert til að létta manni störfin. Þessu kynntist maður aldrei heima,“segir Jóhann Elí Guðjónsson sérfræðingur í húðsjúkdómum og ónæmisfræðum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.