Læknablaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 42
562 LÆKNAblaðið 2017/103
Kódein er náttúrulegur ópíóíð sem er
náskyldur morfíni en hefur sáralitla eigin
verkun. Verkjastillandi verkun kódeins
byggist á því að hjá flestu fólki á Vestur-
löndum breytir lifrin um 10% af gefnum
skammti í morfín. Hóstastillandi verkun
kódeins byggist einnig á myndun morf-
íns en kódein virðist þar að auki hafa
vissa beina hóstastillandi verkun. Umbrot
kódeins í morfín verða fyrir tilstilli lifrar-
ensímsins CYP 2D6 en þetta ensím er með
erfðabreytileika sem er þannig að 7-10%
einstaklinga hvíta kynstofnsins hafa litla
virkni en 1-2% yfirtjá ensímið. Þetta þýð-
ir að næstum tíundi hver einstaklingur
fær litla sem enga verkjastillandi verkun
eftir inntöku kódeins og 1-2% eru í auk-
inni hættu að fá aukaverkanir eða fíkn í
lyfið. Nokkur algeng lyf hamla CYP 2D6
og milliverka þannig að verkjastillandi
verkun kódeins minnkar eða hverfur.
Kódein er einnig talsvert notað til að stilla
langvarandi þurran hósta en ekki má nota
það ef slímkenndur uppgangur er til stað-
ar. Á grundvelli ofangreindra staðreynda
má sjá að verkun kódeins er einstaklings-
bundin, allt frá því að verkun sé nánast
engin í það að vera hættuleg við venjulega
skammta.
Nokkur lyf sem innihalda kódein eru
á markaði á Íslandi. Kodein Meda töflur
innihalda einungis kódein, Parkódín og
Parkódín forte eru töflur og Pinex Comp
Forte endaþarmsstílar sem öll innihalda
kódein og parasetamól. Þar að auki er á
markaði forskriftarlyfið SEM-mixtúra sem
inniheldur 2,5 mg/ml af kódeini og 10 ml
(ein barnaskeið) innihalda þannig næstum
jafn mikið kódein og tafla af Parkódín
forte. Þessi mixtúra inniheldur því veru-
legt magn af kódeini og henni fylgja engar
upplýsingar um skammta, varúð, auka-
verkanir né annað sem skiptir máli.
Aukaverkanir kódeins eru margvís-
legar og fyrir utan ávana- og fíkn eru
þær algengustu sljóleiki, þreyta, ógleði og
hægðatregða. Allir ópíóíðar valda hægða-
tregðu en vísbendingar eru um að kódein
hafi meiri slíka verkun en önnur lyf af
þessum flokki. Þegar þol hefur myndast
og skammtar eru stækkaðir getur hægða-
tregðan orðið verulegt vandamál. Hættu-
legasta aukaverkun ópíóíða er öndunar-
slæving sem er sérlega hættuleg við stóra
skammta og ef sjúklingur er einnig að taka
önnur slævandi lyf eins og svefnlyf eða
kvíðastillandi lyf eða hann neytir áfengis.
Nokkur dauðsföll hér á landi má á hverju
ári rekja til fjöllyfjanotkunar af slíku tagi.
Í klínískum leiðbeiningum er lögð áhersla
á að langtímanotkun ópíóíða við verkjum
sem ekki eru af krabbameinstoga skapar
oftast meiri vandamál en hún leysir. Vegna
óvissu um öryggi kódeins ættu konur á
meðgöngu eða með barn á brjósti að forð-
ast lyfið og í Evrópu er almennt ekki mælt
með lyfinu fyrir börn.
Eins og kemur fram í nýjustu Nomesco
skýrslu er Ísland með mestu notkun
ópíóíða af Norðurlöndunum.4 Munur milli
landanna felst í meiri notkun kódein-lyfja
í blöndum (aðallega Parkódín forte) hér á
landi en notkun annarra ópíóíða er svipuð.
Rúmlega 50% aukning hefur átt sér stað
í ávísunum þessara lyfja hér á landi frá
árinu 2005, sjá töflu I. Í Svíþjóð og Noregi
sem koma næst á eftir Íslandi í notkun
kódein-lyfja í blöndum hefur notkun
þessara lyfja dregist saman undanfarin ár.
Sá aldurshópur sem notar mest af lyfjun-
um hér á landi eru þeir sem eru eldri en
Kódein
Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is, Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur,
Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri, Ólafur B. Einarsson sérfræðingur
F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 1 . P I S T I L L
Tafla II. Ávísanir (DDD/1000 íbúa á dag) kódein lyfja í blöndum eftir landshlutum og breyting frá 2012 til 2016.1,3
Landshluti Austurland Höfuðborgar-
svæði
Norðurland
eystra
Norðurland
vestra
Suðurland Suðurnes Vestfirðir Vesturland
2012 14,1 12,9 19,7 18,7 13,3 15,1 15,7 14,8
2016 18,6 14,7 22,7 21,0 15,4 17,7 14,2 18,5
Breyting % 31,5 14,5 15,0 12,4 15,1 17,4 -9,9 24,7
Tafla I. Breytingar í ávísunum kódeinlyfja í blöndum til karla og kvenna á Íslandi frá 2005 til 2016.1,3
Fjöldi sem fær ávísað á hverja 1000 íbúa Fjöldi ávísaðra dagsskammta á hverja 1000 íbúa á dag
Ár karlar konur karlar konur
2005 98,4 128,1 8,3 12,6
2010 125,6 174,2 10,9 17,1
2016 147,6 198,7 13,2 19,4
Breyting % 49,99 55,07 58,33 54,14