Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 43
LÆKNAblaðið 2017/103 563 55 ára en eins og sést á grafi2 hér að neðan er eldra fólk að fá mun meiru ávísað hér á landi en í Svíþjóð. Niðurstaðan er sú að kódein er talsvert meira notað hér á landi en í nágranna- löndunum (skilgreindir dagskammtar = DDD). Efast má um hversu gott lyf kódein er og læknar ættu að hugsa sig vel um áður en þeir ávísa því. Á Íslandi er mest ávísað af kódein-lyfjum á Norðurlandi en frá árinu 2012 hafa ávísanir aukist mest á Austurlandi, sjá töflu II. Heimildir 1. Lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis. 2. socialstyrelsen.se/statistik/statistikdatabas/lakemedel 3. Hagstofa Íslands, hagstofa.is 4. NOMESCO 2016 Fundir öldungadeildar Næsti fundur Öldungadeildar verður haldinn miðvikudaginn 6. desember 2017. Þá mun Gísli Einarsson félagi okkar og læknir flytja okkur erindi sem hann nefnir „Ef Guð lofar“. Þessi fundur verður í húsi Atlanta að Hlíðasmára 3 í Kópavogi, fyrstu hæð (annar salur en síðast, stærri og með hljóðkerfi). Miðvikudaginn 3. janúar 2018 mun Halldór Baldursson félagi okkar og læknir flytja erindi sem hann nefnir „Þegar fylgdarskipið fórst“. Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 mun Svavar Gestsson fyrrv. ráðherra flytja erindi um „Gullna söguhringinn“ vestur í Dölum. Um fundi Öldungadeildar. Allir læknar sem náð hafa sextugsaldri eru velkomnir í okkar hóp samkvæmt lögum Öldungadeildar Læknafélags Íslands. Vonumst við til að sjá sem flesta á fundum okkar, bæði verðandi félaga og skráða félaga í deildinni. Fundirnir eru haldnir kl. 16.00 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Hálftíma fyrir fund er boðið upp á kaffi og vínarbrauð meðan félagar og gestir ræða saman og rifja upp gömlu góðu dagana. Kristófer Þorleifsson Formaður Öldungadeildar kristofert@simnet.is

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.