Skírnir - 01.09.2010, Side 30
Borberg, sem innleiddi expressjónismann í Danmörku, líkt og Lager -
kvist í Svíþjóð.4 Hins vegar nefnir Ellehauge rækilega leikrit Peters
Freuchen, Osakrak, sem hann segir „en mindeværdig Be given hed
indenfor det danske Teater i 1933“, semsé minnisverðan viðburð.
Leikurinn gerist meðal eskimóa í Kanada. En leikstjóri þeirrar
sýningar á Konunglega leikhúsinu var Guðmundur Kamb an. Þarna
er lýst því sem á síðari tímum hefur verið kallað „clash of civiliza-
tions“ — hvernig ólíkir menningarheimar sem hafa tamið sér ólíka
siði eiga erfitt með að skilja hugsunarhátt og atferli annarra. Ellehauge
kveður Freuchen draga ótvírætt taum eskimóa í þeirri rimmu sem
þarna er lýst og vitnar í sérfræðing, próf. Thalbitzer sem segi: „Hvaða
kynþátt ber hæst? Er menning og siðfræði hvíta manns ins betri en
frumbyggja? Hver okkar býr yfir hinu eina sanna siðferði? Getum
við lært meira af siðum og hugsunarhætti frumbyggja en þeir að sínu
leyti geta lært af okkur?5 Kannski má hafa þetta í huga þegar fjallað
er um skáldsöguna Vítt sé ég land og fagurt.
Svens Clausen, sem stóð í sama stríði við leikhússtjóra og Kamb -
an, er heiðarlega getið, og bókarhöfundur eins og fleiri hefur meira
álit á sjónleik hans Paladsrevolution (Hallarbylting), sem fjallar um
Struensee og Kristján VII, en Bureauslaven (Skrifstofu þrællinn),
sem hefur orðið þekktara verk. Sömuleiðis fjallar Ellehauge um
Bor berg, fyrst og fremst vegna leikritsins Ingen (Enginn, 1920).
En meginkaflar bókarinnar fjalla um fjögur leikskáld, Soya, Kaj
Munk, Bertel Budtz Müller — og Guðmund Kamban, og í ítarlegu
máli er fjallað um verk þessara manna. Budtz Müller telur hann
sérstæðastan þessara höfunda en hafa ekki fyllilega sannað sig.
Budtz Müller var mjög róttækur í þjóðfélagsskoðunum en express-
jónískur í ritmáta. Hann vann mikið fyrir þá höfunda sem ekki áttu
upp á pallborðið, einkum meðan hann stýrði Arbejdernes Teater
1925–1929. Ellehauge segir Kaj Munk hafa skotið upp á stjörnu-
himininn eins og halastjörnu og hafi með En Idealist (Hugsjóna-
286 sveinn einarsson skírnir
4 Gandrup á að hafa sagt að sem leikskáld ætti hann aðeins einn ofjarl, höfund
Marmara. Sjá Børge 1939: 30.
5 „Hvilken Race staar højest? Er de hvides Kultur og Etik bedre end Naturfolkets?
Hvem af os har den rigtige Moral? Kan vi lære mere af Naturfolkets Skikke og
Tænkemaade end de paa sin Side kan lære af os?“ (Ellehauge 1933: 110).
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 286