Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 37
37hraðskilnaður eða lögskilnaður?
þeirra tíma og verður ekki ráðist í það hér. Að sinni nægir að stað -
setja Svein Björnsson sem hægfara samningamann sem vildi halda
áfram sjálfstæðisbaráttunni en jafnframt halda góðu sambandi við
dönsk stjórnvöld og hinn danska konung. Reyndar átti Sveinn
Björnsson drjúgan þátt í þeirri sátt er í loftinu lá sumarið 1939. Þá
flutti hann útvarpserindi um sambandslögin og sagði m.a.:
Eftir orðalagi laganna gildir eitt og hið sama um þessi tvö atriði, fullveldið
og konungssambandið. Okkur er jafn óheimilt að segja upp konungssam-
bandinu eins og Dönum er óheimilt að segja upp, eða taka upp aftur, full-
veldisviðurkenninguna. Á þessum staðreyndum um konungssambandið,
að skoðun Íslendinga, hafði öll sjálfstæðisbarátta okkar verið bygð um
langar aldir.32
Til skilnings á deilum um sambandsslit á þessum árum er vert að
undirstrika að Sveinn var ekki einn um að líta á konungssambandið
sem óuppsegjanlegt. Þvert á móti var hann einungis að lýsa skilningi
nær allra íslenskra stjórnmálamanna á sambandi Íslands og Dan-
merkur: Sambandslögunum gætu Íslendingar sagt upp samkvæmt
ákvæðum í samningnum sjálfum en konungssambandið væri nánast
höggvið í stein. Á Alþingi 1937 hafði Ólafur Thors t.d. lýst yfir vilja
Sjálfstæðisflokksins til sambandsslita og stofnunar lýðveldis. Kröf -
um Héðins Valdimarssonar um að hann skýrði afstöðu flokks síns
til slita konungssambandsins svaraði Ólafur þá með því að minna á
að sambandslagasamningurinn fjallaði ekki um konungssambandið
og taldi „enga leið að losna við konunginn nema með uppreisn eða
að á þann hátt að banna konungi, eftir að málefnaaðskilnaður [hefði]
orðið milli Dana og Íslendinga, að vera konungur í öðrum ríkjum,
en spurningin um konungssambandið væri alveg óskyld því máli,
sem væri á dagskrá.“33
skírnir
32 Morgunblaðið, 12. ágúst 1939.
33 Björn Þórðarson 1951: 448. Í þessu samhengi er vert að nefna tvennt: 1) Að sá
sem var róttækastur allra sjálfstæðissinna í sambandslaganefndinni 1908, Skúli
Thoroddsen, lagði til að allur samningurinn yrði uppsegjanlegur „að konungs-
sambandinu undanskildu“ (Björn Þórðarson 1951: 179). 2) Í umræðum á Alþingi
1928, löngu áður en sambandsslit voru á döfinni, kom fram hjá þingmönnum,
og var ekki mótmælt, að uppsögn sambandslaganna hefði ekki áhrif á sjálft kon-
ungssambandið (Björn Þórðarson 1951: 425 o.áfr.).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 37