Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 235
235brot úr ævi
fáar en vel valdar ljósmyndir, sem kallast skemmtilega á við frásögnina. Engar
myndir eru í síðara bindinu og er að því nokkur missir, hins vegar eru
prentaðar þó nokkrar síður úr dagbókum Þórbergs í lok bókar sem sóma sér
þar vel og færa heimildina og manninn nær lesandanum. Einhvers staðar segir
að ljósmynd og rithönd sé hvort tveggja brot af manneskjunni (og jafnan
þurfa skírteini af öllum toga að bera bæði mynd og undirskrift) og því má
segja að hér uppfylli dagbókarbrotin það hlutverk að vera ,mynd af höfund-
inum‘. Í framhaldi má þess geta að öllum heimildum er haldið mjög vel til
haga og nafna- og heimildaskrár eru vel unnar og skýrt fram settar.
Í báðum bindum er töluvert birt beint úr heimildum. Þetta er skemmti-
leg aðferð og gerir oft textann einkar líflegan. Það er líka fróðlegt að fá
innsýn í saumana ef svo má segja, sjá hvernig ævin er samansett úr fjöl-
mörgum textum úr ólíkum áttum, sem eru upplýsandi en ófullkomnir í
senn. Á stundum hefði þó mátt vera meiri útlegging, meiri matreiðsla, frek-
ari ályktanir dregnar, meiri samræða við heimildirnar, en úr mörgum fæst
óviðjafnanleg mynd af manni eða samtíð. Í seinna bindinu verður ein rödd
úr þessum heimildum eins konar kontrapunktur í textanum, en sú rödd er
fengin úr dagbókum og bréfum Þóru Vigfúsdóttur. Þetta eru einstaklega
skemmtileg brot; lifandi, gáfulegur og beittur texti, svo ekki er laust við að
maður hugsi að gaman hefði verið að lesa Ofvitann hennar. Þóra verður
einhvers konar ævisögulegt kvenkyns alteregó, sem fylgist með samtíðar-
fólki, stórum atburðum og smáum, vinum og félögum í baráttunni og færir
fréttir. Nöfn þeirra Þóru og Þórbergs kallast meira að segja á og samferða
eru þau í pólitíkinni, neita algjörlega að horfast í augu við sovéskan veru-
leikann, ganga aldrei af trúnni. Skýringarnar á því eru ekki auðfundnar,
Pétur virðist leita þeirra að einhverju leyti í skrifum Þóru og manns hennar
Kristins E. Andréssonar, en undir lok bókar dregur hann fram ekki ýkja
sannfærandi skýringu á þessu viðhorfi Þórbergs, að hann komi úr forkapít -
alísku þjóðfélagi og hafi því aldrei getað samþykkt kapítalismann — sem
útskýrir þó ekki hvernig hægt er að líta fram hjá fjöldamorðum, kúgunum,
ógnarstjórn og öðrum hörmungum.
Ást, hversdagur og skrif
Eins og að líkum lætur tekst Pétri mjög vel að draga upp mynd af hvers-
deginum, einmitt þessu sem oft verður útundan í ævisögum — því það er
langt frá því auðvelt að henda reiður á annarri eins óreiðu og söguleysi og
hversdagurinn er. Pétur gerir þetta á ýmsa vegu; með því að lýsa hversdegi
og rútínu Þórbergs, en ekki síður með því að reyna að átta sig á til -
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 235