Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 105
105menningararfur sem ásetningur
skemmdum án þess að nokkuð sé að gert til að bjarga þeim frá
glötun.11
Nú mætti spyrja af hverju vangaveltur um gildi menningararfs
séu jafn tíðar og raun ber vitni, því að fyrri kynslóðir hafa alltaf erft
afkomendur sína að einhverju: hlutum, ummerkjum og atferli —
þáttum sem eftir á að hyggja mætti kalla menningararf. Menning-
ararfur er því ekki nýr af nálinni, en hinsvegar er það nýrra í sögunni
að menn leitist við að varðveita og leggja rækt við hann. „Aðeins á
okkar tímum hefur menningararfur orðið að meðvitaðri trúarjátn-
ingu, sem daglega fjölgar helgidómum sínum og helgimyndum á
með an lofsöngur hans gegnsýrir almennar umræður,“12 skrifar
enski landa- og sagnfræðingurinn David Lowenthal á fyrstu blað -
síðu bókarinnar, The Heritage Crusade and the Spoils of History. Í
henni skoðar Lowenthal þá breytingu sem hefur átt sér stað á síð -
ustu áratugum, þegar æ ríkari áhersla er lögð á menningararf, á söfn -
um og á sýningum til að mynda — og nú er svo komið að hann er
alls staðar. Orðið sjálft, menningararfur (sem og cultural heritage
(enska), kulturarv (sænska, danska og norska), Kulturerb (þýska),
patrimoine culturel (franska), turath (arabíska), auk hins kínverska
wenhua yichan) hefur því aðeins nýlega fengið þá merkingu sem
lögð er í hugtakið núna, og beiting hugtaksins hefur jafnframt marg-
faldast víða um heim, þar með talið á Íslandi. David Lowenthal full-
yrðir að vart líði sá dagur að einhver minnist ekki opinberlega á
menningararf. Það virðist ekki fjarri lagi — og þarf þá ekki annað
en að líta til íslenskra dagblaða.
Uppgangur menningararfs á Íslandi
Tveir aðgengilegir gagnagrunnar bjóða upp á rannsókn á þróun
orðnotkunar í íslenskum fjölmiðlum á 20. öld. Í gagnagrunninn
timarit.is hefur texti helstu dagblaða og tímarita 20. aldar verið
tölvuskimaður, svo þar má framkvæma orðaleit og sjá tíðni birtinga
skírnir
11 Torfusamtökin 2009, 21. apríl.
12 „But only in our time has heritage become a self-conscious creed, whose shrines
and icons daily multiply and whose praise suffuses public discourse“ (Lowenthal
1998: 1).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 105