Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 103
103menningararfur sem ásetningur
Menningararfur
Að því leyti sem menningararfur snýst um varðveislu þess sem
ákveðnir hópar erfa frá liðnum kynslóðum, forfeðrum sínum,
stendur hann öðrum fæti í fortíðinni. Á Íslandi hafa þjóðfræðingar
og sagnfræðingar ritað talsvert um slíkan menningararf, þann arf
sem á að vera einskonar spegill glataðra tíma — sem getur sýnt nú-
tímamanninum inn í fortíðina, og er þá yfirleitt um að ræða gagn -
rýni á menningararf sem slíkan spegil eða sannleika um veröld sem
var.7 Minna hefur hinsvegar verið rætt hér á landi um þann menn-
ingararf sem skýtur helst upp kollinum í því augnamiði að standa
vörð um hagsmuni hópa og í baráttu um yfirráð og völd — þann
anga menningararfsins sem stendur í samtímanum og felur í sér
fyrir ætlun, áform eða ásetning um framtíðina. Að nálgast menn -
ingar arf úr þeirri átt virðist hinsvegar hafa verið að sækja í sig veðrið
á undanförnum árum. Í greininni „Invention of Tradition“, sem
kom út í blaðinu Cultural Anthropology árið 1996, bendir banda -
ríski þjóð- og mannfræðingurinn Charles L. Briggs t.d. á athyglis -
vert dæmi um slíka notkun. Briggs segir þar frá baráttu frumbyggja
á Hawaii-eyjum við Bandaríkjaher, en frumbyggjarnir nýttu sér
menningararf sinn til þess að stöðva sprengiefnatilraunir hersins við
ákveðnar eyjar í klasanum. Þeir sögðu eyjarnar í kringum tilrauna-
svæðin geyma mikilvægan menningararf sem þeir stæðu vörð um.8
skírnir
kemur fyrir tvisvar. Meðal annars er haft eftir Dimitri Loundras, gríska sendiherr-
anum í Pakistan og talsmanni samtaka um verndun menningararfs í Afganistan,
að eyðileggi talibanar Búdda-stytturnar, missi heimurinn mikil menningarverð-
mæti. Í bandaríska tímaritinu Archaeology er stuðst við sömu tilvitnun í Loundras
og blaðamaður Morgunblaðsins notar. Þegar tilvitnanirnar eru bornar saman, má
sjá að Loundras notaði enska orðið „heritage“, sem blaðamaður Morgunblaðsins
hefur valið að þýða sem menningarverðmæti en ekki menningararf, en samkvæmt
ensk-íslenskum orðabókum er „heritage“ þýtt sem „arfur“ en ekki „menningar-
verðmæti“. Sjá Ensk-íslenska, íslensk-enska orðabók (Sævar Hilbertsson 2000) og
Ensk-íslenska orðabók (Sören Sörenson 1991). Seinna orðið kemur ekki fyrir í Ís-
lenskri orðabók (Mörður Árnason 2007), orðið „menningararfur“ gerir það hins-
vegar (bls. 986).
7 Már Jónsson 2007: 327–332; Valdimar Tr. Hafstein 2006: 313–328. Valdimar Tr.
Hafstein 2003: 18–22. Ólafur Rastrick 2007: 333–341.
8 Briggs 1996: 462.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 103