Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 110
eins og erfðamengi hennar, menning eða annarskonar arfur eru á
meðal þeirra auðlinda sem má virkja og nýta. Engan skal því undra
að menningararfi vaxi ásmegin þegar tengsl menningar, stjórnmála
og efnahags hafa styrkst — bæði til þjónustu við kapítalisma, en þó
einnig sem möguleika á andófi gegn honum, sé honum til dæmis
beitt sem neitunarvaldi eða til gagnrýni á ríkjandi ástand. Menn -
ingar legt auðmagn menningararfsins, sem stofnanir eins og UNESCO
leggja áherslu á, gefur valdaminni hópum tækifæri til að tjá sig bæði
með eða gegn kapítalisma, allt eftir hagsmunamati hverju sinni.
Menn ingararfur skilgreinir því ekki aðeins sjálfsmyndir hópa og
gefur þeim merkingu, heldur gefur hann hópnum einnig kost á að
tjá sig, staðfesta merkingu staða og reynslu, sagna og endur minn -
inga, í samfélagsástandi okkar daga.23 Að þessu leyti er menningar-
arfur ákveðið valdatæki.24
Þorrablót Bolvíkinga: Bolvísku fornkvinnurnar
Í júlímánuði 2007 fór ég á minnistæðan fund við tvær konur vestur
í Bolungarvík. Þær höfðu báðar setið í þorrablótsnefnd Bolvíkinga,
en voru þó hvorugar í nefndinni þetta árið. Þær voru sammála
nefndinni um að ekki ætti að breyta aðgangsreglunni umdeildu —
enda væru konurnar sem sætu í nefndinni hverju sinni „ekki kosnar
til að breyta neinu“.25 En ólíkt því sem ég hafði áætlað höfðu kon-
urnar tvær, Dóra og Guðný,26 lítið annað um hefðir eða menningar -
arf að segja. Hinsvegar var þeim tíðrætt um hið svokallaða góðæri,
bankakarla og „Bjórgólfa“, og ástandið heima fyrir, í Bolungarvík:
110 bryndís björgvinsdóttir skírnir
23 Smith 2006: 297.
24 „The issue of control over heritage is political because it is a struggle over power
— not only because different interests will have different and usually unequal
access to resources of power, but also because heritage is itself a political
resource“ (Smith 2006: 281).
25 Úr eigin rannsókn. Viðtalið var hluti af stærri eigindlegri rannsókn á menning-
ararfi á Íslandi. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, en
leiðbeinandi var þjóðfræðingurinn Valdimar Tr. Hafstein. Niðurstöður rann-
sóknarinnar eru birtar í ritgerðinni Frá melankólíu til mótspyrnu: Menningararfur
á Íslandi (2009).
26 Nöfnum viðmælenda hefur verið breytt.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 110