Skírnir - 01.04.2010, Síða 219
219um samhengi hlutannaskírnir
Litlu síðar vitnar Bergljót í inngang bókar minnar og segir síðan:
Þannig setur [Þorsteinn] líf Sigfúsar í forgrunn með ljóðum hans. […]
Í hvert skipti sem menn setja eitthvað í forgrunn í skrifum um skáld-
skap, beina þeir athygli að einu atriði frem ur en öðru; ýta með öðrum
orðum í bakgrunn því sem þeim þykir léttvægara. Mér er ekki laun-
ungarmál að mér þykir það lýta bók Þorsteins hve mikil slagsíða er á
henni á köfl um í þá átt að útleggja ljóð Sigfúsar með hliðsjón af lífi
hans. (S 309)
Nú kannast ég reyndar ekki við að ég setji líf Sigfúsar í forgrunn eða „á
oddinn“ (eins og Bergljót kemst einn ig að orði, S 309 og 329) í túlkunum
mínum á skáldskap hans. Hitt er rétt að líf hans varð fyrirferðarmeira í um-
fjöllun minni en mig grunaði áður en ég hóf að kanna ljóð hans skipulega.
Um ástæður þess að svo fór mætti hafa orð Berg ljótar sem ég geri að
mínum: „ég er […] þeirr ar skoðunar að vilji menn öðlast ærlegan skilning
á skáldskap verði þeir að skoða hann í sam hengi“ (S 309). En eigi að skoða
hluti í sam hengi má ekki draga neitt undan og sneiða hjá mikilvægum og
mótandi þáttum. Í dæmi Sig fúsar Daða son ar og margra höfunda er ævi
þeirra þar ekki undanskilin. „Jafnvel minnsta æviatriði höfundar, at vik in
kringum samningu verks varpa á það meira ljósi en gáfuleg ustu skýr ing -
ar,“ ritaði Louis Parrot um skáldbróður sinn Paul Éluard að hon um látn -
um.2 Þetta er að sönnu alhæfing og gildir ekki um alla höfunda, auk þess
sem í hana vantar þann fyrirvara sem ég hef eftir Mallarmé og Proust um
greinar mun sem gera þurfi á skáldinu og mann inum og hafa skyldi í huga
við lestur skáldverka (L 78 og 362). Að sjálf sögðu gerði ég mér ljóst að með
um fjöllun minni um höf undinn væri ég að stíga á eitt stærsta líkþorn í bók -
mennta fræði 20. aldar, en ég er löngu hættur að trúa á alhæfingar og skóla -
speki um það hvernig lesa beri ljóð. Áherslur í bókmennta fræði ganga í
bylgj um. Það var mjög hollt að beina at hygl inni að ljóðinu í sjálfu sérmeira
en verið hafði lengi, en ef sú stefna er gerð að allsherjar reglu er hún ein -
hliða og felur í sér vanmat á því að í skáld skap eru marg ar víddir.
verður vitnað til í lesmáli, með blaðsíðutali aftan við, skammstafa ég svo: S =
Skírnir (haust 2009), L = Ljóðhús, RP = Ritgerðir og pistlar.
2 „La moindre indication sur la vie d’un auteur, ou sur les circonstances pendant
lesquelles son œuvre a été écrite, éclaire plus sûrement un texte que les commen-
taires les plus sa vants.“ Í formála að úrvals ljóðum Éluards hjá Seghers (Poètes
d’aujourdhui I, Paris 1958, bls. 19). Þýðing Wolfgangs Edelstein í tímaritinu Vaka
1/1952, bls. 9.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 219