Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 102
þorrablót Bolvíkinga varðar máttu drykkjarvörur taka breytingum,
en ástarlíf fólks ekki. Ólíkt diet-coke stakk hjónaskilnaður fólks,
sem hafði jafnvel mætt á þorrablótið árum saman sem hjón, í stúf
við hið „hefðbundna“ þorrablót.
Félags- og menningarfræðingurinn George Yúdice skrifar í bók
sinni, The Expediency of Culture, um sterk tengsl menningar, hags-
muna og viðskipta á okkar dögum.5 Þar bendir hann á að heppileg-
asta eða gróðavænlegasta birtingarmynd menningar sé yfir leitt tekin
fram yfir aðrar hugsanlegar útfærslur hennar eða mögulegar breyt-
ingar — því „röng“ eða jafnvel „skaðleg“ framsetning menningar
geti bitnað á hagsmunum þeirra sem hafa valdið og/eða hafa á ein-
hvern hátt fjárfest í tiltekinni gerð hennar. Þess vegna skiptir höfuð -
máli að skoða hvaða hagsmunir liggja að baki ákveðinni birt ingar-
mynd menningar, og það á þá sérstaklega vel við þegar deilur rísa
um hvernig hún eigi að vera, eins og í tilfelli þorrablóts Bolvíkinga.
Þá er hægt að varpa fram eftirfarandi spurningu: Hverjir eru hags-
munir þeirra sem að skipuleggja blótið? Af hverju hentar þessi til-
tekna birtingarmynd blótsins þeim betur en sú sem myndi verða til
yrði reglunni breytt?
Mikilvægt er að hafa í huga að hér eru ákveðin menningarleg
fyrirbæri tekin til skoðunar, þau sem kalla má hefðir, siði, menn-
ingararf eða menningarverðmæti. Það eru þau fyrirbæri menningar
sem vísa aftur til fortíðar: Um er að ræða hluti, ummerki eða atferli
sem tengd eru fyrri tímum og þykja jafnvel endurspegla þá, sem og
sögu og þróun ákveðinna svæða og/eða hópa dagsins í dag. Orðin
menningararfur og menningarverðmæti virðast vera hvað skyldust
af þeim fjórum fyrirbærum sem talin eru upp, en þau eru gjarnan
notuð sitt á hvað þegar talað er um nákvæmlega sömu fyrirbærin
— þau sem á ensku kallast einu orði „cultural heritage“.6
102 bryndís björgvinsdóttir skírnir
5 Yúdice 2003: 1.
6 Þessu til rökstuðnings má nefna að í fréttum Morgunblaðsins af eyðileggingu
talibana á 1500 ára gömlum Búdda-líkneskjum í Afganistan, frá febrúarmánuði
2001, notaði blaðamaður Morgunblaðsins ýmist orðin menningararfur eða
menningar verðmæti þegar hann vísaði til líkneskjanna. Þann 28. febrúar 2001
birtist til dæmis frétt um Búdda-líkneskin, undir fyrirsögninni „Mikil menn -
ingarverðmæti í hættu í Afganistan. 2000 ára gamlar styttur eyðilagðar“. Í henni
notar blaðamaður Morgunblaðsins orðin jöfnum höndum, en hvort orðið um sig
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 102