Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 113
113menningararfur sem ásetningur
Lýsingar Smith ríma við áherslur þeirrar Guðnýjar og Dóru að
nokkru, því þær lögðu talsverða áherslu á framtíðina, yngri kynslóð
kvenna og eigin sýnileika, þegar hefðin kom loks til tals:
Bryndís: [Þ]að er væntanlega þannig að dætur ykkar munu komast inn í
hefðina smám saman, já gifta sig, eða fara í sambúð…
Dóra: Og taka við. Þannig hefur það alltaf gengið.
Guðný: Þær koma alltaf … um leið og fólk er farið í sambúð eða það giftir
sig þá er það komið á næsta þorrablót. Við látum alltaf liggja bók, stíla-
bók, frammi í verslunum og við komum og skrifum nafnið mitt, hvort
ég komi ein eða hvort við erum tvö …
Dóra: Það eru alltaf konurnar sem bjóða sko!
Guðný: Já!
Dóra: Það er bara þannig.
Guðný: Karlarnir mega ekkert skrifa á sig. Nei, nei!
Bryndís: Og er það svo einhver sem fer yfir listann, athugar hvort allir séu
ekki örugglega í sambúð eða giftir?
Dóra: Já! [hlær] Bíddu, voru þau ekki skilin?! [Allar hlæja]31
Allt frá því að þorrablót Bolvíkinga var haldið í fyrsta sinn, en
Guðný segir það hafa verið árið 1946, hafa konur leikið öll lykil-
hlutverkin við skipulagningu þess. Þær taka að sér alla ákvarðana-
töku og skipulagningu blótsins, allt frá þrifum til skemmtiatriða,
matargerð til tæknimála. Einnig vænta þær þess að dætur þeirra
muni einnig taka þátt, séu þær ekki þátttakendur nú þegar. Og það
sem meira er: Það er í þeirra höndum að „leyfa“ karlmönnum að
mæta á blótið. Karlmenn mega ekki mæta nema þeim sé sérstaklega
boðið af eiginkonunni. „Það er bara þannig,“ sagði Dóra. Þannig
sýna konurnar karlmönnum hvers þær eru megnugar og „… svo er
einn [karlmaður] í salnum sem stendur upp og þakkar konunum
fyrir,“32 útskýrir Guðný. „Þetta eru bara konur sem ætla sér að gera
þetta eins vel og þær geta!“ segir Dóra, og Guðný bætir við: „Og
allir vilja taka þátt.“33 Þessar lýsingar þeirra Dóru og Guðnýjar kalla
á þó nokkur heilabrot um stöðu kynjanna í sjávarplássinu, og hvers -
konar hlutverkaleik þorrablótið birtir okkur.
skírnir
31 Eigin rannsókn.
32 Eigin rannsókn.
33 Eigin rannsókn.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 113