Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 243
243verðugur bautasteinn jóns leifs
Það er til lítils að ætla að mæla með þér ef maður getur ekki jafnframt
svarað öllum þeim aðfinnslum við þína opinberu framkomu, sem eru
svo stór þáttur í þjóðlegu listlífi á Íslandi, eins og nálega að staðaldri má
sjá á blöðunum. Þar sem nægir stutt meðmælabréf um flesta aðra menn,
dugir ekki minna en klukkutíma kappræða, ef einhverju á að koma fram
fyrir þig — og allan tímann má vart á milli sjá hvor betur muni hafa.
Árið 1953 hafði Jón verið búsettur á Íslandi í átta ár, hann átti eitt hjóna -
band að baki og það voru komnir brestir í annað hjónaband hans. Jón hafði
snúist gegn velgjörðarmanni sínum Páli Ísólfssyni, sem sagði að það væri
„alkunna, að menn verða því þreyttari á þessum manni [Jóni], sem þeir
kynnast honum nánar“. Hafi einhverjir talið, að Páll hafi viljað bregða fæti
fyrir Jón, finna þeir ekki rök fyrir því í bók Árna Heimis. Hún bregður
þvert á móti ljósi á ótrúlega mikið langlundargeð Páls í garð Jóns.
Árið 1956 kvæntist Jón þriðju eiginkonu sinni, Þorbjörgu Möller, og
bjó með henni til æviloka, 1968. Árni Heimir gerir dramatískum einka-
högum Jóns góð skil. Þýskalandsárin með Annie og tveimur dætrum þeirra
voru erfið. Annie sýndi Jóni einlæga tryggð og leitaðist við að skapa honum
sem best umhverfi til listsköpunar. Hann snerist þó gegn henni. Árni
Heimir segist ekki geta dregið skýra mynd af Theu, annarri konu Jóns. Þor-
björg bjó Jóni gott heimili hér á landi, hún lifði mann sinn og gladdist yfir
vaxandi viðurkenningu á listsköpun hans, þau eignuðust einn son.
Árni Heimir lýsir uppruna Jóns Leifs og þeim, sem að honum stóðu.
Þorleifur, faðir hans, lét meðal annars að sér kveða á þjóðmálavettvangi.
Hann studdi Valtý Guðmundsson í baráttu hans við Hannes Hafstein og
heimastjórnarmenn. Þorleifur missti þar með fylgi kjósenda sinna í Húna-
vatnssýslu. Ólíklegt er að allir séu sammála því, sem segir í bókinni um
Valtý, að hann hafi verið „raunsær andófsmaður“, sem vildi „hnekkja valdi
innlendrar yfirstéttar sem notaði þjóðernishyggjuna til að treysta völd sín“.
Valtýr var einlægur framfarasinni en þegar á reyndi virtist það þó helst hafa
vakað fyrir honum að búa í haginn fyrir sjálfan sig sem forystumann. Sýnist
það nærtækari skýring en að líta á hann sem byltingarmann.
Jón lét aldrei að sér kveða í stjórnmálum. Árni Heimir segir frá hinu
furðulega atviki, þegar þeir Jón, Kristján Albertsson og Guðmundur
Kamban fóru árið 1938 í áróðursmálaráðuneyti Josephs Goebbels og hittu
þar embættismanninn Friedrich Christian prins af Schaumburg-Lippe.
Árni Heimir hefur það eftir heimildarmanni sínum, Erni Helgasyni, að þeir
félagar hafi boðið prinsinum konungdóm á Íslandi. Jakob F. Ásgeirsson,
rithöfundur, vakti máls á því í grein í Morgunblaðinu 8. janúar 1993, að
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 243