Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 240
ur. Í þetta sinn gekk enginn á dyr. Um leið og Þýsk-skandínavíska fíl-
harmóníusveit æskunnar hafði lokið flutningi sínum upphófst
geysilegt lófatak með húrrahrópum í bland og að endingu hafði stjórn-
andinn verið klappaður fjórum sinnum upp fyrir fullum sal.
Saga Jóns Leifs í höndum Árna Heimis er trúverðug, vegna þess að lesand-
anum finnst, að hann sé ekki leyndur neinu heldur sé allt dregið fram, hvort
heldur það er söguhetjunni til lofs eða lasts. Lof og þakklæti í lifanda lífi
var ekki hlutskipti Jóns og enn þann dag í dag getur minningin um hann
valdið deilum.
Skömmu eftir að ég varð menntamálaráðherra kom í minn hlut að bjóða
til lítils samkvæmis vegna 50 ára afmælis Tónskáldafélags Íslands, sem Jón
stofnaði og stjórnaði á sinn einstæða hátt um nokkurt árabil. Þegar hlutar
hans var getið, mátti greinilega finna, að ekki voru allir á einu máli um,
hvernig það skyldi gert. Hélt ég um tíma, að samkvæmið ætlaði að skiptast
í tvær andstæðar fylkingar; voru þó tæp 30 ár liðin frá dauða Jóns.
Árni Heimir er menntaður sem tónlistarmaður og fræðimaður á sviði
tónlistar með doktorspróf frá Harvard-háskóla, þar sem hann ritaði um
þróun íslenska tvísöngsins. Hann getur því tengt þekkingu sína á tónlistar -
sviðinu og þróun íslenskrar tónlistar inn í ævi Jóns og varpað þannig enn
skýrara ljósi en ella á tónsmíðar hans og tengsl þeirra við íslensk þjóðlög.
Forvitnilegt er að kynnast því hvílíkum þáttaskilum það olli í tón smíð -
um Jóns, þegar hann tók íslenska þjóðlagið í sátt. Raunar gerði hann meira
en það. Hann kynnti það fyrir þýskum tónvísindamönnum og fékk stuðn -
ing þeirra, bæði fjárhagslegan og tæknilegan, til að ferðast um Ísland og
safna söng og kveðskap. Skapar tónlistarþekking Árna Heimis bók hans
sérstaka vídd. Í bókarlok er skrá yfir öll fullgerð tónverk Jóns Leifs. Hafi
Árna Heimi tekist að afla upplýsinga um frumflutning er hans getið. Hafi
verk verið frumflutt í hljóðveri er einnig tiltekinn fyrsti flutningur þeirra á
tónleikum. Loks er einnig getið um frumflutning á Íslandi, hafi verk fyrst
hljómað erlendis. Verk Jóns með ópusnúmeri eru 66 og 15 án númers eða
alls 81. Í annarri skrá eru tíunduð tónverk Jóns Leifs, sem nefnd eru í texta
bókarinnar og þess getið á hvaða blaðsíðu hennar þau er að finna.
Í þessu tilliti er bókin ómetanleg heimild fyrir þá, sem hafa áhuga á að
átta sig á tónskáldsævi Jóns, ef þannig má að orði komast. Skýringar Árna
Heimis á tónverkunum eru efnisríkar og til þess fallnar að kveikja áhuga á
að kynnast þeim nánar, þótt einnig sé augljóst, að mörg verkanna reyna
verulega á hlustir og smekk þeirra, sem heyra þau í fyrsta eða jafnvel annað
og þriðja sinn. Fer vel á því, að ítarefni um einstök tónverk skuli birt í
240 björn bjarnason skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 240