Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 69
69bylting á bessastöðum
yrði að skoða ræðu hans „sem stefnu ríkisstjórnarinnar sem ráð -
herrann hefur ábyrgst“.29
Að vísu mátti líka túlka Andorraræðu forsetans sem saklaust
framlag til fræðilegrar umræðu um stöðu smáríkja í heiminum.30 En
hvað myndi gerast ef þjóðhöfðinginn og ríkisstjórnin mæltu ekki
einum rómi um mikilvæg utanríkismál? Vandi af því tagi kom greini-
lega upp eftir synjun forseta á lögum um lausn Icesave-deilunnar við
bresk og hollensk stjórnvöld sem Alþingi samþykkti í árslok 2009.
Næstu vikur færði hann fram önnur rök en ríkis stjórnin á erlendum
vettvangi.31 Hann túlkaði örugglega betur en stjórnin sjónarmið
meirihluta landsmanna og framkoma hans í fjölmiðlum ytra vakti
almenna hrifningu.32 Þegar litið var til stöðu forseta í stjórnskipan
landsins var hins vegar hætta á ágreiningi heima fyrir og misskilningi
ytra því forseti Íslands var þrátt fyrir allt að gagn rýna samkomulag
sem ríkisstjórn Íslands og Alþingi Íslendinga höfðu samþykkt.33
Illmögulegt er að finna sambærileg dæmi úr embættistíð fyrri
forseta. Helst mætti nefna að Ásgeir Ásgeirsson dró vart dul á að
honum hugnaðist ekki utanríkisstefna vinstri stjórnar Framsóknar -
skírnir
29 Sjá Þorstein Pálsson 2008.
30 Í ræðunni fjallaði forseti meðal annars um kosti Evrópska efnahagssvæðisins og
gildi fríverslunarsamnings við Kína, sjá „The 21st Century: The Renaissance of
Small States in Business, Innovation and Partnerships“, 11. apríl 2008, www.for-
seti.is → Ræður og kveðjur → Ræður 2008.
31 „Erlendir fjölmiðlar“, 6. janúar 2010; „Newsnight“, 6. janúar 2010; „Erlendir
fjölmiðlar“, 7. janúar 2010; „Samræður við fjölmiðla“, 7. janúar 2010; „Erlendir
fjölmiðlar“, 8. janúar 2010; „Fundir og fjölmiðlar í Davos“, 29. janúar 2010;
„Viðtal við forseta á CNN“, 30. janúar 2010, www.forseti.is →Dagskrá forseta
→ Úr dagskrá 2010.
32 Sjá t.d. „Tveir af þremur sáttir við Ólaf“, Fréttablaðið, 11. janúar 2010.
33 Um mögulegan vanda af þessu tagi skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson: „Ekki er
víst að þeir sem hlýða á skoðanir forsetans á alþjóðavettvangi átti sig á að hann
er ekki endilega sérstakur talsmaður íslensku ríkisstjórnarinnar. Utanríkisstefna
Íslands getur þar með orðið óljós eða jafnvel mótsagnakennd í augum
umheimsins ef forsetinn lætur í ljós aðrar skoðanir en ríkisstjórnin“ (Gunnar
Helgi Kristinsson 2006: 147). Snemma árs 2010 kom sú staða upp að erlendir
ráðamenn sögðust „undrandi“ á ummælum forseta Íslands í Icesave-deilunni og
hann hefði „misskilið“ afstöðu erlendra ríkisstjórna. „Ég er afar undrandi á
þessum ummælum og þau verður að skoða í ljósi þess að hann er ekki sá sem við
höfum samskipti við á Íslandi heldur er það ríkisstjórn landsins og embættis-
menn,“ sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, til að mynda. Sjá
„Furðar sig á ummælum forsetans“, www.ruv.is, 8. mars 2010.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:23 Page 69