Skírnir - 01.04.2010, Blaðsíða 244
fráleitt væri að láta sér detta í hug, að Kristján Albertsson hefði staðið að
slíku „tilboði“. Jakob segir:
Um mál þýska prinsins, ef mál skyldi kalla, er í raun ekki annað að
segja en að Jóni Leifs tókst að koma þeirri flugu í höfuðið á þessum
manni að hann væri kallaður til konungdóms á Íslandi. Uppfrá því lifði
prinsinn í þeirri blekkingu að hann væri „konungsefni á Íslandi“.
Hann var augsýnilega klikkaður.
Þjóðmálaafskipti Jóns miðuðu öll að því að bæta stöðu listamannsins. Hann
var ötull baráttumaður fyrir réttindum listamanna og var aðeins 29 ára, bú-
settur í Þýskalandi, þegar hann stofnaði Bandalag íslenskra listamanna.
Vegna áhuga síns á framgangi norrænnar menningar og dvalarinnar í Þýska-
landi á uppgangstímum nasista, fékk hann á sig nasistastimpil. Frásögn
Árna Heimis ætti að binda enda á allt tal um, að Jón Leifs hafi verið hallur
undir stjórnmálastefnu nasista. Hann kann þó um tíma að hafa látið blekkj-
ast af áherslu þeirra á norrænan menningararf. Sagan sýnir hins vegar, að
nasistar mátu hann ekki sem listamann. Eftir hinn örlagaríka orgelkonsert
1941 voru verk Jóns ekki flutt í Þýskalandi.
Árið 1945 sneri Jón til Íslands. Sama ár stofnaði hann Tónskáldafélag
Íslands og árið 1948 STEF. Barátta hans fyrir réttindum tónskálda undir
merkjum STEFs gerði hann þjóðfrægan fyrir annað en tónsmíðar. Ólgan í
kringum hann var mikil, eins og sjá má á ofangreindu bréfi Kristjáns Al-
bertssonar frá 1953.
Ég ólst upp í lok fimmta og upphafi sjötta áratugarins. Faðir minn
þekkti þá Kristján Albertsson og Jón. Hafði hann tekið þátt í því með Krist-
jáni og fleirum að standa að Félagi tónlistar Jóns Leifs, og í safni föður míns
í Borgarskjalasafni Reykjavíkur er að finna ýmis skjöl tengd félaginu, meðal
annars Faðir vor op. 12b fyrir einsöngvara og orgel, handritsútgáfu, sem
var prentuð í hundrað eintökum handa félagsmönnum og hefur faðir minn
fengið 83. eintakið.
Kristjáni Albertssyni kynntist ég vel og naut vináttu hans allt þar til
hann andaðist 1989. Jóni kynntist ég ekki, en á barnsaldri stóð mér nokkur
stuggur af honum, bæði vegna tónlistarinnar og deilnanna í kringum hann
í blöðunum.
Ég er þakklátur Árna Heimi fyrir að hafa brugðið því ljósi á líf og starf
Jóns Leifs, sem hann gerir í bók sinni. Það auðveldar mér og vonandi mörg -
um fleirum að skilja, hvílíkur eldhugi Jón var og hve framlag hans er mikil -
vægt til íslenskrar menningar. Ég fagna því einnig að sjá hve sterkur og
244 björn bjarnason skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 244