Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 4
Frá rit stjór a
Fáir atburðir á síðari árum hafa haft jafnmikil áhrif á daglegt líf Norðurlandabúa og
morðin í Útey í Noregi 22. júlí árið 2010, þegar Anders Behring Breivik myrti 69 ung-
menni og særði fjölmarga, auk þess sem hann hafði fyrr um daginn deytt 8 manns í
Ósló — allt í nafni þeirrar hugmyndafræði sem telur einn kynþátt öðrum æðri og eina
réttmæta íbúa síns norðlæga lands. Hér birtist nú frægt viðbragð norsku skáldkon-
unnar Cecilie Løveid við atburðunum, ljóðið Refsing, í íslenskri þýðingu Bergsveins
Birgissonar.
Greinar um bókmenntir og þjóðmál einkenna Skírni þetta vor, eins og oft áður.
Svanur Kristjánsson heldur hér áfram rannsókn sinni á forsetaferli Ólafs Ragnars
Grímssonar og að þessu sinni eru fyrirhrunsárin tekin fyrir og hlutur forsetans í út-
rásinni skoðaður vandlega. Stjórnarskrármálið, sem margir álíta mikilvægasta mál
okkar tíma, er í forgrunni í greinum tveggja meðlima Stjórnlagaráðs, Salvarar Nor-
dal og Þorvaldar Gylfasonar, sem nálgast málið hvort með sínum hætti. Sömuleiðis
er grein Hjalta Hugasonar um siðferðilega spennu siðbótartímans okkur áminning
um að í ýmsu tilliti hefur „svokallað hrun“ áður orðið á Íslandi.
Sumir hafa saknað hefðbundinna ritdóma úr Skírni. Ritstjóri ákvað af ýmsum
ástæðum að fara frekar þá leið að birta ítarlegri greinar um ákveðnar bækur, en að
auki vandaðar yfirlitsgreinar um tiltekna höfunda, eins og grein Katrínar Jakobs-
dóttur um Auði Jónsdóttur í síðasta hefti var gott dæmi um. Hér birtast af þessu tagi
greinar Guðmundar Hálfdanarsonar og Jóns Karls Helgasonar um bók Kristjáns
Jóhanns Jónssonar um Grím Thomsen, og svo Stefáns Snævarr um bók Einars Más
Jónssonar, Örlagaborgina. Af nokkuð öðru tagi er heimspekileg hugleiðing og
endurmat Róberts H. Haraldssonar um síðustu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar,
Brimhendu, sem gagnrýnendur hafa hingað til ekki farið sérstaklega mildum
höndum um, en Róbert skoðar í nýju ljósi.
Greinar Helgu Kress og Sveins Einarssonar fjalla hins vegar leikritaskrif sem
fæstum hafa verið kunn hingað til. Helga skrifar um elsta leikrit sem varðveitt er
eftir konu, Sigríði Bogadóttur, sem Helga kallar auk þess fyrsta Reykjavíkurleik-
ritið. Sveinn skrifar hins vegar um áður óþekkt leikritaskrif Guttorms J. Guttorms-
sonar, hins merka ljóðskálds úr Vesturheimi.
Myndlistarmaður Skírnis er að þessu sinni Hrafnkell Sigurðsson og um verk
hans skrifar ungur heimspekingur, Valur Antonsson.
Páll Valsson
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 4