Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 195
195stjórnarskrá í salti
þetta ætti að verða stjórnarskrá þjóðarinnar en ekki stjórnmálaelít-
unnar. Stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu þá þegar snúið baki við
verkefninu. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sendi flokksfélögum sín -
um, með hálfum hug, tvo örlítið mismunandi lista með frambjóð -
endum sem hann mælti með. Jafnvel stjórnarflokkarnir sem komu
ferlinu af stað virtust áhugalausir. Með einni mikilsverðri undan-
tekningu (DV, sjá neðar), sýndu fjölmiðlar því lítinn áhuga að
kynna kjósendum viðhorf frambjóðendanna 522, en hver þeirra
fékk þó fjórar mínútur í ríkisútvarpinu. Það var engin kosninga-
barátta sem heitið getur. Frambjóðendur börðust ekki um atkvæði
sín á milli en héldu uppi vinalegu spjalli á Facebook og víðar.4 Þrátt
fyrir þetta mættu 37% kjósenda á kjörstað.
Frambjóðendurnir 25 sem hlutu flest atkvæði komu víðsvegar að
úr samfélaginu. Eftirtektarvert var að í hópnum voru fimm pró-
fessorar (guðfræði, hagfræði, læknisfræði, stjórnmálafræði og
stærð fræði) og þrír yngri fræðimenn (heimspeki, stjórnmálafræði
og stærðfræði). Hlutfall þeirra sem voru með doktorsgráðu — sex
af 25 — var mun hærra en á Alþingi, og líklega hvaða annarri lög-
gjafarsamkomu fyrr og síðar. Þetta, ásamt háu menntunarstigi al-
mennt og fjölbreytilegri reynslu hinna kjörnu fulltrúa, tryggði
góðan aðgang að utanaðkomandi sérfræðiþekkingu. Þegar úrslit
kosninganna urðu ljós hófu forkólfar stjórnarandstöðuflokkanna
árásir á ríkisstjórnina. Þeir sögðu kosningarnar misheppnaðar vegna
þess að kosningaþátttaka hefði aðeins verið 37%, sem engu að síður
er sambærilegt við fyrri þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi, sem
flokkarnir tóku ekki beinan þátt í (Þorvaldur Gylfason 2013), eða
til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslur í Sviss, ef því er að skipta. Nú
skyldi reitt til höggs.
Sumir stjórnmálamenn höfðu ástæðu til að hafa áhyggjur, nú
þegar þeir stóðu frammi fyrir 25 manna hópi sem kjörinn hafði
verið beinni kosningu til þess að taka sæti á stjórnlagaþingi. Það var
eitt að hafa þurft að láta undan þrýstingi frá mótmælendum á götum
skírnir
4 Ritstjóri Fréttablaðsins bað mig að taka mér frí frá vikulegum skrifum mínum í
blaðið, sem staðið höfðu um árabil, þar til kosningarnar væru yfirstaðnar. Síðustu
þremur vikunum fyrir kjördag eyddi ég fjarri heimahögum, í Suður-Afríku.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 195