Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 188
komst að þeirri niðurstöðu, að fyrst stjórnmálastéttinni hefði mis-
tekist í næstum 70 ár að endurskoða stjórnarskrána, þá væri tími til
kominn að færa verkefnið í hendur sérstaklega kjörins stjórn-
lagaþings. Það er að segja, að ný og endurskoðuð stjórnarskrá yrði
samin af almennum borgurum fremur en þinginu. Í þessu loforði
fólst tímabær viðurkenning á því, að flokkarnir réðu ekki við verk-
efnið og það væri betur komið hjá stjórnlagaþingi, sem kosið væri
samkvæmt grundvallarreglunni „einn maður eitt atkvæði“ fremur
en skipað fulltrúum stjórnmálaflokka á Alþingi, sem kosnir væru
samkvæmt lögum þar sem kjósendur í dreifðari byggðum hefðu að
jafnaði tvöfaldan atkvæðisrétt á við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mis-
vægi atkvæða hefur verið eitt heitasta deiluefnið í íslenskum stjórn-
málum allt frá árinu 1849. Það ár var sett fram fyrsta skriflega tillagan
um jafnan atkvæðisrétt, en kom fyrir lítið.
Á heimsstyrjaldarárunum síðari varð einhugur meðal þings og
þjóðar um að Ísland segði sig úr ríkjasambandi við Danmörku,
sem á þeim tíma var hersetin af nasistum og ófær um að beita sér.
Ákvörðunin var umdeild í byrjun, en stjórnmálaflokkarnir náðu
saman og lögðust þá allir á eitt og tókst að afla stuðnings 98% kjós-
enda við stofnun lýðveldis — og einnig við nýja stjórnarskrá, sem
var hluti af pakkanum, og í raun aðeins afrit af dönsku stjórnar-
skránni frá 1849 þar sem kónginum hafði verið skipt út fyrir forseta.
Stjórnmálaflokkunum tókst að ná breiðum almennum stuðningi við
málið með því að lofa nýrri stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið
væri í höfn. Meðan á þessu stóð samdi höfuðflokkunum tveimur
afar illa, meðal annars vegna djúpstæðs ágreinings um jafnan at -
kvæðisrétt, sem náði hámarki við breytingu á stjórnarskránni árið
1942. Sú breyting miðaði að því að draga úr ofvægi atkvæða þeirra
sem bjuggu í sveitum. Framsóknarflokkurinn, sem sótti mest fylgi
til sveitanna og hagnaðist mest á misvæginu, barðist eins og ljón
gegn breytingunni, en varð undir. Flokkarnir gátu ekki myndað
ríkisstjórn. Það varð til þess að Sveinn Björnsson ríkisstjóri, sem
kjörinn var forseti árið 1944, skipaði utanþingsstjórn (1942–1944).
Utan þingsstjórnin var samt kirfilega tengd höfuðvaldaflokkunum,
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, en þeir gátu í raun
ekki talast við.
188 þorvaldur gylfason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 188