Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 73
73siðbót og sálarangist
talið að þeim sem veikastir voru nægði að sjá heim að staðnum, til
dæmis af Kambabrún, til að verða aðnjótandi þeirrar náðar sem
krossinum fylgdi (Jón Halldórsson 1903–1910: 61–62). Því mun
Gissuri Einarssyni hafa þótt mikið liggja við að koma í veg fyrir að
haldið væri áfram þeim trúarháttum sem krossinum tengdust. Sama
máli gegndi um skrínið sem hafði að geyma helga dóma eða lík-
amsleifar Þorláks helga Þórhallssonar (1133–1193) Skálholtsbisk-
ups frá 1178 og þjóðardýrlings Íslendinga sem fékk þó fyrst
staðfestingu páfa 1984.25 Gissur fjarlægði því báða gripina þótt
hvorugan áræddi hann að eyðileggja. Hafa þetta ugglaust verið með
verstu ótíðindum siðbótartímans í hugum margra. Jón Egilsson lýsti
atburðunum svo í Biskupa-annálum:
Herra Gizur tók ofan krossinn í Kald(að)arnesi, á hvern þeir höfðu lengi
heitið, og margar heitgaungur til hans gengið úr öllum sveitum; hann stóð
þar í kórnum allt til daga herra Gísla, þá var hann hafður heim í Skálholt og
þar sundur klofinn og brenndur; þeir hinir gömlu sóktu þá eptir að ná
spónum eður öskunni af honum og létu innan í knýtilskauta. Hann setti og
á afvikinn stað skrínið, því á mínum dögum [JE var í Skálholti 1558–1569
og aftur 1608–1634 — innsk. HH] þá fóru hinir gömlu og struku á sér lóf-
ann um skrínið hér, og líkneskju, og svo um augun á sér síðan, eða þar sem
þeir höfðu nokkuð mein á sér; en ef þeir næði því, að gánga undir skrínið
[á spássíu: „það skeði á dögum fyrri biskupa — innsk. HH], þá skyldi það
vera full aflausn þeirra synda, og með öllu hreinir. Þeir höfðu hér pró-
cessíur, að þeir kölluðu, og báru skrínið, en stundum Þorláks-hönd [hand-
leggslaga skríni með hendi Þorláks — innsk. HH], í kríngum kirkjugarð-
inn, og gekk þá allt fólk eptir með saung og lestrum.26
Það sýnir óhugnaðinn sem fólst í niðurtöku krossins að hún var sett
í samband við dauða biskupsins þótt hann hlyti vissulega ekki af
vondan, bráðan dauða sem öllum stóð stuggur af á þessum tíma eins
og fram er komið:
Í þeirri ferð, þá herra Gizur reið frá krossinum og hann hafði hann ofan
tekið, kenndi hann sinnar banasóttar; þeir eldri útlögðu það svo, að guð
skírnir
25 Sjá „Þorlákur helgi verndardýrlingur Íslands“. Sótt 6. mars 2015 á http://www.
catholica.is/thorlakur-helgi.
26 Jón Egilsson 1856: 87–88. Sjá Jón Halldórsson 1903–1910: 61–62.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 73