Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 68
nýjunga sem hann tileinkaði sér í útlöndum í kringum 1530 og flutti
heim. Í Setbergs-annáll er að finna umsögn af neikvæðum við brögð -
um við biskupsdómi Gissurar:
Þennan vetur [í annál 1544, rétt ár 1542 — innsk. HH] voru miklar áheitingar
framdar af mörgum þeim gömlu, til þess að Gissur biskup kæmi ekki aftur
vegna siðaskiptanna. Sumir hétu á krossinn í Kaldaðarnesi, sumir á aðra
krossa, myndir og bílæti að gefa þeim peninga, ef af mætti aftur leggjast sú
nýja umbreyting, sem herra Gissur vildi uppbyrja, því það gamla fólk hélt
það ekki utan villu og hjátrú [leturbr. HH]. (Gísli Þorkelsson 1940–1948: 61)
Þessi sögn er vissulega ótraust og rangt tímasett en kann að lýsa
raunverulegum kenndum sem gert hafa vart við sig á sögutímanum
meðal þeirra sem ekki fylgdu nýjungunum sem Gissur boðaði.
Traustari er lýsingin af fyrsta siðbótarvetrinum (1540) er Gissur sat
electus eða biskupsefni í Skálholti en Ögmundur Pálsson (d. 1541)
forveri hans að búi sínu í Haukadal:
En þó hann [ÖP — innsk. HH] væri þar kominn, en hinn [GE — innsk.
HH] í Skálholti, þá fóru allir til fundar við biskup Ögmund, hafði hann
svosem öll ráð, en öktuðu hinn lítið eða ekki, allra mest af því hann kom
með siðaskiptin, og sá herra Gizur það, að svo lengi sem biskup Ögmundur
væri í landi eða á lífi, mundi aldri guðs orð fara fram, eður þeir siðir …20
Áður en Gissur lagði í fyrstu vísitasíu sína um Austfirðingafjórðung
sem fyrr er frá greint ritaði hann að sögn Jón Gissurarsonar bréf
þar sem meðal annars kom fram að menn þyrftu ekki að ómaka sig
með börn sín til „biskups-fermíngar“ þar sem hann fremdi ekki
… annað biskuplegt embætti en það, sem inniheldur sá kristindóms-bækl-
íngur eður kirkjuordinantia vors náðuga herra kóngsins, sem lögtekinn er
af öllu ríkjanna ráði, bæði andlegu og veraldlegu valdi, og áður er samþykkt
og lögtekin í almennilegri prestastefnu af kirkjunnar ráði og kennimönnum
Skálholts stiktis.21
68 hjalti hugason skírnir
20 Jón Egilsson 1856: 68. Sjá Jón Halldórsson 1903–1910: 18, 21.
21 Jón Gissurarson 1856: 682. Þar sem Gissur lagði niður „að ferma börn, chrisma,
hégómlegar vígslur og aðra pápiska ósiðu, þá vildu margir ekki greiða né gjalda
honum biskupstíundir“ (Jón Halldórsson 1903–1910: 51–52). Í Ísl. fornbréfa-
safni (XI: 360–361) er að finna bréf þar sem Gissur boðar yfirreið sína. Þar er ekki
nefnd skilaboð til foreldra að finna. Sjá Jón Halldórsson 1903–1910: 50–51.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 68