Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 240
að vísu ekki eins fínt og „fröken“ um ungar stúlkur af höfðingjastétt,
en upphefð þó.36 Í bréfinu segist Jónas oft hafa óskað sér þess að hún
móðir hans hefði slíka stúlku sem Ragnhildi sér til aðstoðar, og ýjar
um leið að því að eitthvað geti gerst milli þeirra tveggja með tím-
anum, en það túlkar Ragnhildur sem ástarjátningu og bónorð. Ingi-
björg túlkar bréfið hins vegar öðru vísi, kallar bréfritarann flysjung
og segir að þetta sé ekki bónorðsbréf, heldur vanti hann einfaldlega
vinnukonu: „Hann er drykkjusvín og flysjungur, það orð hefur
hann á sér.“ Bréfið sé eintómur fagurgali, hann sé að gabba hana og
ætli að hafa gott af henni, enda biðji hann hana að hitta sig hið
bráðasta. Ragnhildur lætur sér ekki segjast, trúir því að Jónas
Breiðdalur elski hana, hamrar á þessu sem getur gerst með tímanum
og situr við sinn keip:
ingibjörg: Nei, systir mín góð. Það getur margt illt skeð með tímanum, ef
þú hefur þessar grillur.
ragnhildur: Þetta eru engar grillur; jeg er líka komin á þann aldur að jeg
get farið að hugsa um giftingar, og allra helst þegar maðurinn kemur
svona upp í höndurnar á mjer. Herrarnir segja líka að stúlkurnar sjeu
ekki eigandi þegar þær eru komnar yfir tvítugt. Ég ætti máske að vera
svo mannvönd að vilja ekki nema þann sem ekkert væri að.
ingibjörg: Það er ekki mín meining. En drykkjuskapur og ómennska er
nógu stór frágangssök.
ragnhildur: Hvar er sá sem ekki drekkur meira eða minna, vísaðu mér á
hann. Við megum óhætt súrmúlast ógiftar alla okkar daga, ef við eigum
að fælast þá sem taka sjer í staupinu.
ingibjörg: Ég er búin að sjá svo mikið af drykkjuskapnum að jeg vil ekki
meira.
ragnhildur: Vertu þá ógift alla þína daga fyrir mjer, en lofaðu mjer að
giftast.
240 helga kress skírnir
36 Um viðeigandi titla á reykvískum konum um 1870 ritar Klemens Jónsson (1927:
72): „Þá voru engar konur kallaðar frúr, aðrar en konur æðstu embættismanna,
hinar urðu að láta sjer nægja „maddömu“-titilinn, og eins voru konur efnabetri
eða heldri borgara kallaðar. Þær voru þó ekki blátt áfram nefndar t.a.m. mad-
dama Guðrún, heldur kendar við mann sinn með danskri endingu, t.a.m. mad-
dama Einar Jónsen, og það þó að þessi Einar alltaf kallaði sig og skrifaði Jónsson.
Konur sjómanna og tómthúsmanna voru blátt áfram kallaðar Ingibjörg Jóns eða
Guðrún í Hala. […] Á sama hátt voru aðeins dætur höfðingjanna titlaðar
„fröken“, maddömudæturnar voru „jómfrúr“ og hinar ekki neitt.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 240