Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 232
Í henni má því segja að kristallist togstreitan milli hefðar gleðileikj-
anna sem var ríkjandi í íslensku leikhúsi á þessum tíma og þeirra
vandamála sem leikritið tekur til meðferðar og höfundur vill í bók-
staflegri merkingu beina ljósunum að.
„Gleðilegur afmælisdagur“ fjallar um aðflutta fjölskyldu úr
sveit, svo fátæka að jaðrar við örbirgð. Aðalpersónur eru Margrét,
útslitin miðaldra kona og ekkja eftir drukknaðan eiginmann að hún
telur, aftur gift Ásbirni, ónytjungi og „drykkjusvíni“ sem hefur tælt
hana með fagurgala til að giftast sér. Hann þóttist vera ríkur og trúði
hún því. Börn Margrétar af fyrra hjónabandi eru dætur hennar tvær
á giftingaraldri, Ingibjörg og Ragnhildur, mjög ólíkar. Ingibjörg er
skynsöm, hjálpar móður sinni heima við saumaskap. Ragnhildur
vinnur á veitingahúsinu, er pjöttuð, og hugsar mest um útlit og föt.
Jóhann, stúdent, af yfirstétt, elskar Ingibjörgu, sem hafnar honum
vegna fátæktar sinnar og fákænsku að eigin sögn. Jónas Breiðdalur
er prestsefni og „flysjungur“ sem reynir að tæla Ragnhildi, en hún
er jafn trúgjörn og móðirin áður og vill endilega giftast, þar sem
systirin Ingibjörg á þá ósk heitasta að menntast. Jón sonur Mar -
grétar, er vandræðaunglingur, hortugur, drykkfelldur, latur og
vanþakklátur. Hann er í uppfæðslu hjá herra Páli og madömu Pál,
foreldrum Jóhanns stúdents, sem kosta hann til náms í Lærða skól-
anum, en þar er hann búinn að vera í þrjú ár án þess að komast
nokkuð áfram, móður sinni til mikillar sorgar. Við sögu kemur svo
Ísleifur, bróðir Margrétar, sem hefur frétt af eymd hennar og gerir
sér ferð úr sveitinni til að sækja hana. Á sama tíma kemur „aðkomu -
maðurinn“, dularfullur gestur frá Ameríku, með „saltskipinu“
gegnum „Liverpol“ og leitar uppi eina veitingahúsið í bænum. Þar
er hann mistekinn fyrir stórþjófinn Guðmund kíki og vændur um
þjófnað, atburður sem vindur upp á sig en verður ekki nánar rak-
inn. Þessir tveir, Ísleifur og aðkomumaðurinn, hittast og kynnast á
veitingahúsinu. Þar er einnig rithöfundurinn Þorkell, sem er að
safna efni í skáldsögu um drykkjuskapinn og svallið í veitingahús-
inu og sér jafnframt um bókhald þess.33 Er skáldsagan ætluð til
232 helga kress skírnir
33 „Veitingahúsið“, sem svo er kallað, er kapítuli út af fyrir sig sem hér verður ekki
farið nánar út í, heldur beðið eftir skáldsögu rithöfundarins Þorkels. Það kann
að eiga sér fyrirmynd í Gildaskálanum á horni Aðalstrætis og Austurstrætis, sem
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 232