Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 239
239„það er ekki ljósunum að því lýst“
berginu, en fyrir utan söngvana, sem eru reyndar nokkuð á skjön við
meginefni leikritsins, er drykkjuhávaði eina leikhljóðið, auk radda,
sem það býður upp á. Litlu eftir að Ásbjörn er borinn inn og Ingi-
björg stumrar yfir honum í dauðateygjunum kemur móðirin Mar -
grét að utan, náföl og stynjandi, hefur séð svip „hans“, sem áhorf -
endur átta sig ekki alveg á strax, frekar en hún, hver er. Þetta reyn-
ist vera „svipur“ fyrrverandi eiginmanns hennar, „aðkomumanns-
ins“ dularfulla, sem hefur þá ekki drukknað, heldur er kominn heim
eftir tíu ára vist í Ameríku til að vitja fjölskyldu sinnar. Við þessa
sjón verður Margréti svo mikið um að hún fellur í öngvit við bana -
beð Ásbjarnar. Þar með fellur tjaldið og Margrét sést ekki meir. Það
sem eftir er leiksins liggur hún máttvana í rúmi baksviðs, enda svo
útslitin og illa útlítandi eftir alla meðferðina að hún er ekki til sýnis
og þar með úr leik.
Það er ekki ljósunum að því lýst
Auk drykkjuskaparins og þess heimilisofbeldis sem af honum leiðir
og Sigríður beinir ljósunum að fjallar hún einnig og af sömu ástríðu
um það hvernig karlar leitast við að tæla konur með fagurgala til að
fara síðan illa með þær. Þetta kemur skýrt fram í skemmtilegu sam-
tali þeirra systra Ingibjargar og Ragnhildar þar sem þær skiptast á
skoðunum um karla heima í hreysi móðurinnar meðan hún hefur
brugðið sér af bæ til madömu Pál í von um mat.
Þegar hér er komið sögu hefur Ingibjörg fengið bónorðsbréf frá
Jóhanni stúdent sem biður um hjarta hennar í afmælisgjöf. Hún
verður skelfingu lostin, trúir ekki á ástarjátningu hans, en heldur að
hann ætli að tæla sig. Hún er í þann mund að brenna bréfið þegar
systirin Ragnhildur kemur inn. Sú hefur nefnilega einnig fengið bréf
og tilkynnir að hún sé á leiðinni upp í sveit til að verða prestkona.
Bréfið er frá prestsefninu Jónasi Breiðdal, einum af þeim sem hefur
áreitt hana á veitingahúsinu, en ungar stúlkur sem þjóna á veitinga-
húsi hafa samkvæmt leikritinu ekki á sér gott orð og eru því auðveld
bráð. Bréfið túlkar Ragnhildur sem bónorðsbréf og les upp fyrir
systur sína. Í bréfinu er hún, fátæk þjónustustúlkan, ávörpuð
„jómfrú góð“, en jómfrú var titill ógiftra kvenna af heldri millistétt,
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 239