Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 207
207stjórnarskrá í salti
má að þingmenn hefðu fellt frumvarpið í leynilegri atkvæða -
greiðslu, en málið er, að á Alþingi er ekki til neitt sem heitir leyni-
leg atkvæða greiðsla. Nýbakaðir formenn ríkisstjórnarflokkanna
(fyrirrennarar þeirra höfðu stigið til hliðar fyrir væntanlegar al þing-
is kosningar) ásamt formanni nýs þingflokks, Bjartrar framtíðar,
lögðu fram tillögu sem ætlað var að stöðva umræðuna um stjórn-
arskrármálið. Fulltrúi Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir,
lagði þá fram breytingartillögu við tillögu formannanna. Tillagan
fól í sér sjálft stjórnarskrárfrumvarpið eins og það lagði sig, en í sam-
ræmi við almenn og viðurkennd fundarsköp bar forseta Alþingis að
láta breytingartillöguna koma til atkvæða fyrst. Breytingartillagan
var ör þrifaráð til þess að koma frumvarpinu í atkvæðagreiðslu áður
en tíminn væri úti, frumvarpi sem meiri hluti þingmanna hafði lýst
stuðningi við opinberlega, hvort sem þeir gerðu það af heilum hug
eða ekki. Þetta var síðasti dagurinn fyrir þingrof og liðið langt fram
yfir miðnætti. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
braut þingsköp og lét breytingartillöguna ekki koma til atkvæða,
það er stjórnarskrárfrumvarpið. Alþingi fór því heim án þess að
greiða atkvæði um frumvarp að stjórnarskrá sem ²/³ hlutar kjósenda
höfðu samþykkt árið áður. „Daprasta tímabilið á mínum þingferli,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fráfarandi for -
maður Samfylkingarinnar, um síðustu vikur þingsins, en mánuði
síðar beið flokkurinn mesta ósigur í alþingiskosningum sem um
getur í sögu Íslands.15
Hvers vegna streymdi fólk ekki út á götur með potta sína og
pönnur og mótmælti valdaráninu? Líkleg skýring er sú, að aðeins var
mánuður til alþingiskosninga og stjórnarandstöðuflokkunum tókst
að láta kosningabaráttuna snúast um stundarhagsmuni aðþrengdra
heimila. Þeir lofuðu að létta skuldabyrðar þeirra strax. Þannig kom-
skírnir
14 Meiri andstöðu við frumvarpið meðal landsbyggðarþingmanna má ráða af þeirri
staðreynd, að 14 þingmenn úr Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sögðu Já á
móti sex sem sögðu Nei, og tveir svöruðu ekki. En 21 þingmaður úr lands-
byggðarkjördæmunum fjórum sagði Já á móti níu sem sögðu Nei, og 11 svöruðu
ekki.
15 Frétt á ruv.is 28. mars 2013. Heimild: http://www.ruv.is/frett/%E2%80%9
Edaprasta-timabilid-a-minum-thingferli%E2%80%9C
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 207