Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 230
björnsson (1948: 90–91) og leggur áherslu á leiksviðið: „Mennta-
mennirnir ungu ruddu braut allri leikritun hér á landi […] með leik-
ritum sínum „Útilegumönnunum“ og „Nýársnóttinni“. Það hefðu
þeir varla gert, ef Sigurður Guðmundsson hefði ekki staðið þeim við
hlið og boðið upp á leiksvið, sem hæfði verkum þeirra.“ Efnið í leik-
ritin sækja þeir í þjóðsögur og þjóðlíf, og er „söngleiksform“ á báð -
um, segir Lárus Sigurbjörnsson, „aðfengin nýung […] af söngleik um
Heibergs og annarra sem þá voru í móð“.31 Bæði leikritin voru þá
komin út á prenti, Útilegumennirnir 1864 og Nýársnóttin 1872.
Sigríður Bogadóttir sækir hins vegar efni sitt í samtímann, þar
sem hún frá sínu kvenlega sjónarhorni setur „problemer under
debat“, eins og Georg Brandes boðaði í frægum fyrirlestrum á svip -
uð um tíma,32 og teflir þjóðfélagi gegn þjóðlífi. Leikrit hennar má því
skilgreina sem ákveðið andóf gegn ríkjandi stefnu söngleikjanna um
leið og hún þó nýtir sér þá, sennilega vegna þess að þeir eru í tísku
og því vænlegir til vinsælda. Að þessu er raunar ýjað í leikritinu
sjálfu þar sem einn borgarbúinn er látinn segja: „Nú er allt ort í
söngvum, sumir eru með útlenzkum lögum. Þetta vitið þið ekki í
sveitinni.“ Þetta tilsvar sýnir einnig togstreituna milli borgar og
sveitar sem er eitt af meginviðfangsefnum leikritsins og það er að
miklu leyti sprottið úr.
230 helga kress skírnir
voru næstliðið ár. Að afliðnu nýári byrjuðu leikar þessir í Reykjavík, og voru
haldnir í stórum sal í „Glasgow“, er áður var sölubúð.“ Í þessari frétt er það sér-
staklega tekið fram að meðal leikenda hafi verið nokkrar stúlkur.
31 Lárus Sigurbjörnsson 1948: 104. Ekki líkar honum við útlensku áhrifin því að
hann bætir við: „Söngleikafarganið danska átti líka eftir að flæða yfir íslenzka
leiksviðið allt til aldamóta, er því loks var rýmt burtu.“
32 Sbr. Georg Brandes þar sem segir: „Det, at en Litteratur i vore Dage lever, viser
sig i, at den sætter Problemer under Debat“ (Brandes 1871: 15). Vandamálin sem
hann telur að bókmenntirnar þurfi að ræða eru m.a. hjónabandið (sem hann
nefnir fyrst og vísar um það til fyrirmyndar í verkum skáldkonunnar George
Sand), samskipti kynjanna, eignarétturinn og stéttskiptingin. Fyrirlestrar hans
höfðu mikil áhrif, einnig á íslenska rithöfunda, en óvíst er að Sigríður hafi haft
af þeim pata. – Með þessu er ekki sagt að verk sem sækja efni sitt í þjóðsögur og
þjóðlíf geti ekki falið í sér þjóðfélagslega ádeilu. Um ágæta greiningu á Nýárs-
nóttinni sem „gleðileik um frelsisbaráttu þjóðar“, sjá Trausti Ólafsson 2010. Það
er þó athyglisvert að ádeila karlhöfundarins, Indriða, beinist að kúgun þjóðar en
kvenhöfundarins, Sigríðar, að kúgun kvenna.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 230