Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 242
að 30 ríkisdölum í árslaun, „fyrir utan sportlur, svo sem nýársgjöf
og sumargjöf“, þar sem hún sé þekkt fyrir að vera „dugleg við
sauma skap og ullarvinnu“. En þessu tilboði hafnar hún vegna
móður sinnar sem hún vill ekki yfirgefa. Hún leggur því til að Ragn-
hildur fái vinnukonustarfið, en til þess reynist hún ekki hæf. Í eftir-
farandi samtali lýsir hún fyrir systurinni þjónustustarfinu í
veitingahúsinu, í hverju það felst og hvers af henni er þar krafist:
ragnhildur: Jeg má til að vera vel klædd. Madaman vill ekki hafa annað;
hún segist ekki vilja, að útlendingar sjái þjónustufólk sitt illa búið. Þú
ættir bara að sjá hann Mogens, hann er sífellt á nýjum fötum, með flibba
og kraga og manchettur fram á hendur; jeg get þó ekki verið ver búin
en hann, það væri allt of mikill munur að sjá okkur.
ingibjörg: Svo það er ekki fyrir aumingjana að þjena hjá henni.
ragnhildur: Það held jeg ekki. – Jeg hef líka tekið eptir því, að það er svo
hver kvaddur sem hann er klæddur; þegar jeg er vel búin, þá kalla herr-
arnir mig oftar „Jómfrú góð“, en þegar jeg hef verið í ljótum fötum.
ingibjörg: Og nær hefur það verið?
ragnhildur: Þegar jeg hef verið að hreinsa herbergin; þau eru ekki ætíð vel
út lítandi, þegar herrarnir yfirgefa þau; öll flóa þau stundum út þrösk-
uldanna á milli í öli, toddy, sherry og spýju. Þetta má jeg þrífa upp á
morgnana.
ingibjörg: Jeg held að þú krítir liðugt. Skárra væri það fylleríið.
ragnhildur: En gættu að. Það steypist svo mörg flaskan niður, og hvort
heldur þú að það fari nema á gólfið. Sumir eru óvanir við vínföngin, en
eru að læra að verða eins og hinir, þeim verður þá snögglega illt og þeir
kasta upp, og svona gengur það til, og ekki get jeg verið í góðum fötum
meðan á þessum hreinsingum stendur, enda kalla þeir sem sjá mig svona
búna, fyrirlitlega til mín, og mjer þykir gott, meðan þeir ekki kalla mig
griðku.
ingibjörg: Og mjer þykir þú meta of mikið þeirra svo kölluðu kompli-
ment; mjer fyrir mitt leyti stæði á sama, hvort þeir kölluðu mig Jómfrú
góð eða griðku.
ragnhildur: Ekki er jeg þjer samdóma í því. En hvernig ertu? Það er eins
og það liggi illa á þjer. Jeg sje að þú hefur hreyft upp á þjer. Það er eins
og þú sjert að búast við biðlinum þínum, og sjert óróleg af því að hann
kemur ekki eins fljótt og þú vildir.
ingibjörg: Vertu ekki að þessu við mig. Jeg hugsa um enga biðla, það
kemur annað daglega fyrir mig en að hugsa um karlmennina.
242 helga kress skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 242