Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 105
105síðasta skáldsaga gunnars
hnjánum, hliðgengur, álútur sem á bæn … hvers konar skepna er
það? Er það maður? …“ (7). Spurningarnar tvær vekja hugboð um
stöðu lesandans. Það er engu líkara en hann eigi sjálfur að vita eða
finna svarið við þeim. Þetta jafnræði, sem byggist á aukinni virkni
og auknu sjálfræði lesandans, er nauðsynlegt því sagan hvetur hann
til yfirvegunar og yfirvegun er frjáls athöfn, henni verður aldrei
þvingað upp á lesendur; skáld, líkt og heimspekingur, getur ein-
ungis hvatt til yfirvegunar, reynt með framsetningarmáta sínum að
vekja hugsuðinn í brjósti lesanda. Brimhenda leiðir lesandanum
fyrir sjónir, nánast með verklegum æfingum, hvernig hugsun krefst
nýs tungumáls, þess að orð séu lífguð við, dauðum klisjum og spak-
mælum sé gefið nýtt líf í nýju samhengi. George Orwell (1968: 81)
segir á einum stað að flest af því sem fólk kallar skemmtun sé ein-
ungis tilraun til að eyða vitundinni. Sú andlega örvun og djúpa
lífsgleði sem Brimhenda getur veitt hlýst af því að lesandi þarf óhjá-
kvæmilega að hrista af sér slenið og doðann og virkjar sálargáfurnar
við lesturinn. Freistandi væri að ljúka ritgerðinni hér á þeirri al-
mennu athugasemd að slík sálarvirkni, slík vitund skipti öllu máli,
en viðfangsefni hins virka hugar séu aukaatriði. En höfundur Brim-
hendu tekur viðfangsefni sín alvarlega. Nokkur þeirra verða sífellt
áleitnari því oftar sem skáldsagan er lesin. Verður nú gerð grein fyrir
sex slíkum hugðarefnum heimspekinga sem brotin eru til mergjar í
Brimhendu.
5 Heimspekileg yfirvegun
Fyrsta yfirvegunarefnið birtist strax á fyrstu síðu bókarinnar og er
um nöfn. Áður var minnst á það að bókin hefst á umræðu um nafn
Sesars (sem einnig er stafsett Sesam) og er sú umræða tekin upp
aftur og aftur síðar í verkinu (sjá t.d. 26, 30, 41, 46, 54, 62, 77–78, 83
og 89, sjá einnig 60, 63 og 65). Það markverðasta sem sögumaður
segir okkur um Selmu Mogensen er að nafn hennar er keimlíkt nafni
Sesars (54) og er sú umræða endurtekin og dýpkuð síðar í sögunni
(77–78). Hugur Sesars til Selmu er gefinn til kynna með því einu að
nafn Selmu er tvítekið: „Ein þeirra hét Selma, — Selma Mogensen.
…“ (54, sjá einnig 70, 77 og 91). Sögumaður virðist oft ná að fleyta
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 105