Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 238
afmælisveislu, og innkoma hennar á augljóslega að vera kómísk,
ómiss andi hluti í gleðileik. Hún er mjög mælsk og segir hverja sög-
una á fætur annarri af drykkjuskap bæjarbúa sem eiga að skemmta
mæðgunum jafnt sem áhorfendum leiksins. Að þetta sé skemmtiatriði
er lögð á áhersla með orðum Margrétar: „Mikið bunar Steinunn
greyið, maður getur ekki annað en hlegið að því, ef manni væri hlátur
í hug, og einhvern tíma hefði jeg velzt um í hlátri, en nú stökk mjer
ekki bros.“35 Kómedía er ekki fyrir fátækar og barðar mæðg ur.
Fleiri atriði af þessu tagi sem eiga að sýna kómedíu samkvæmt
uppskrift gleðileiksins koma fyrir í leikritinu, t.a.m. annað með
vatnskerlingu. Er þar komin Hallgerður nokkur sem ryðst inn í
karlaheim veitingahússins með herðatré á bakinu að leita að karl-
inum sínum blindfullum. Í óreiðunni sem við þetta skapast verður
henni það á að dauðrota einn fylliraftinn og er „pólitíið“ tilkallað.
Úr þessu verður leikrit í leikritinu. Til að bjarga sér frá pólitíinu býr
Hallgerður sig út sem sambland af sveitakarli í aflóga fötum af
sveitamanninum Sigurði, bróður skenkjarans, og vitskertri kerlingu
með kött í fanginu sem hún svo hendir í pólitíið. Undir þessu atriði
stamar málhaltur karlinn hennar, „meinleysinginn og gungan“, sem
hefur gefið sig í ljós: „La, la, la, la. Láttu ekki svo, svo, svona ko
kona. Jeg var að sti, sti, sti, stilla fri fri fri friðar.“ Minnir þetta á
„grínið“ með innkomu Jóns Repps í kómedíu skólapilta sem bisk-
upsdóttirin segir frá í bréfi til vinkonu sinnar og þótti í meðallagi fall -
egt.
Í lok fyrsta þáttar er Ásbjörn borinn brennivínsdauður heim,
hefur fundist fyrir utan eina búðina, og er lagður til upp í rúm. Þar
gefur hann upp öndina „með miklum hrotum“ sem heyrast úr her-
238 helga kress skírnir
35 Um Reykjavík vatnsberanna um 1870 segir Þorvaldur Thoroddsen (1923: 117) í
Minningabók sinni: „Þá var margt enn stutt á veg komið, er snerti alment fjelagslíf
og bæjarþrif, engin vatnsveita, engin götuljós. Vatnskarlar og kerlingar með fötur
festar við herðatrje voru alstaðar á ferðinni, og var margt af því fólki skrítið í
háttum.“ Þá minnist einnig Indriði Einarsson (1936: 71) vatnsberanna í endur-
minningum sínum um Reykjavík 1865: „Oft urðu á vegi manns vatnsberar. Þeir
sem sjerstaklega höfðu vatnsburðinn fyrir atvinnu, báru föturnar hangandi í
herðatrje. Hinir báru þær í grind. Vatnsberarnir voru bæði karlar og konur. Við
vatnspóstinn voru sagðar nýjustu sögurnar úr bæjarlífinu, oftast ýktar og
kryddaðar, skilningslaust, og þaðan bárust þær með vatninu út um bæinn.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 238