Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 87
87síðasta skáldsaga gunnars
ekki vinsælt. Í eftirmála Landnámuútgáfu sögunnar, þakkar hann
þeim „er ánægju höfðu af lestrinum og létu hana í ljós, en hinum
eigi síður, er báru harm sinn í hljóði“.
Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. Í fyrsta lagi verður skoð -
að með hvaða hætti Gunnar gerir lesanda Brimhendu erfitt fyrir
(hluti 2 og 3). Mér vitanlega hefur enginn reynt að skýra óaðgengi-
leika verksins í ræðu eða riti. Einstaka gagnrýnendur nefna að vísu
að orðaröðin sé óvenjuleg og orðavalið sérviskulegt3 eða að stíllinn
„virðist þungur og strembinn, setningarnar snúnar og óíslenzku-
legar“ (Skúli Jensson 1955: 105) án þess þó að nánari útleggingar
fylgi.4 Í öðru lagi verður spurt hvers vegna Gunnar gerir lesand-
anum erfitt fyrir? Hvernig þjónar óaðgengileikinn markmiðum
hans (hlutar 4, 5 og 6)? Óaðgengilegt verk getur verið mikið lista-
verk þjóni erfiðleikarnir tilgangi. Ekki er erfitt að finna vitnisburð
dómbærra manna um að Brimhenda sé mikið listaverk. Bókin hlaut
t.d. nokkra lofsamlega dóma eða umsagnir fyrstu árin eftir að hún
kom út og var rætt um listræna fullkomnun í því sambandi.5 Í minn-
skírnir
Gunnarssonar …“. Stefán Einarsson (1960: 7) lýsir óaðgengileika Brimhendumeð
skemmtilega óaðgengilegri athugasemd: „Þessi litla saga varð ekki auðskæf óm-
unlukri höfundar né auðlær mönnum.“ Sigurjón Björnsson (2003: 149) skrifar:
„En satt er það, seintekin er hún og fjársjóðir hennar blasa ekki við augum við
fyrstu sýn.“ Þorleifur Hauksson (2003: 210) skrifar: „Á sama hátt er veröld sög-
unnar óræð og torveld aðgöngu.“
3 Sjá t.d. Jóhann Hjálmarsson 1977. Jóhann ræðir um stíl Gunnars almennt áður en
hann víkur talinu að Brimhendu.
4 Þorleifur Hauksson (2003: 209, 210) hefur lýst stíl Brimhendu. Hann telur
„[ó]reglulega orðaröð samfara efnislegri samþjöppun …“ einkenni bókarinnar og
segir síðan: „Flestu sem lesandinn á von á og venjubundið er er umsnúið, að því
er tekur til orðavals, orðaskipunar í setningum og setningarskipunar innan máls-
greina. Stuðlar eru áberandi stíleinkenni og einnig er hér aftur komin inn mergð
af sértækum orðum.“ En Þorleifur greinir stíl Brimhendu ekki nánar.
5 Í umsögninni um bókina í Morgunblaðinu („Meistaraleg sagnagerð Gunnars
Gunnarsson“ 1954: 9) segir: „Þeir sem lesið hafa hina nýju skáldsögu hans, „Brim-
hendu“, telja að aldrei hafi rittækni hans náð svo mikilli fullkomnun, sem í þess-
ari sögu“. Ritdómari Samtíðarinnar , S. Sk. (1955: 20), segir að bókin taki
Öldungnum og hafinu eftir Hemingway fram og lætur þess getið að Brimhenda
sé orðuð við bókmenntaverðlaun Nóbels. „[G]ædd skáldlegum töfrum … bók,
sem ber öll einkenni ómengaðrar listar “, skrifar ritdómari Eimreiðarinnar (Sv. S.
1955: 79). Í umsögn sinni um verkið segir Árni Böðvarsson (1955: 191) að Brim-
henda sé „stórsnjöll ævisaga torfskurðarmannsins í Grýtubakkaþorpi“. Sjá einnig
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 87