Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 221
221„það er ekki ljósunum að því lýst“
Hann varð brátt einn ríkasti embættismaður landsins, en árið 1868–
69 hafði biskup 2800 ríkisdali í árslaun auk húsaleigubóta og
kostnaðar við skrifstofuhald. Til viðmiðunar hafði rektor Lærða
skólans 2000 ríkisdali í árslaun, kennarar Lærða skólans 800–900
ríkisdali, landlæknir 1400 ríkisdali, tveir lögregluþjónar í Reykja-
vík 150 ríkisdali í árslaun hvor, meðan tvær ljósmæður á sama stað
fengu 50 ríkisdali hvor.7 Á sama tíma voru meðalárslaun vinnu-
kvenna 12 ríkisdalir.8 Í þessu sambandi má geta þess að Sigríður
Bogadóttir fékk við giftingu sína 1000 ríkisdali í heimanmund (Þor-
valdur Thoroddsen 1908: 33).
Í Reykjavík áttu þau Sigríður og Pétur heima í tvílyftu timbur-
húsi við Austurstræti 16, þar sem síðar var Reykjavíkurapótek. Þau
eignuðust sex börn. Af þeim komust þrjú til fullorðinsára, Elinborg
(1841–1925), sem giftist Bergi Thorberg, amtmanni og síðar lands-
höfðingja, Þóra (1848–1917), sem giftist Þorvaldi Thoroddsen,
landfræðingi, og Bogi Pétur (1849–1889), læknir.
Þorvaldur Thoroddsen lýsir Sigríði svo að hún hafi verið „hin
mesta búsýslukona og sístarfandi utanhúss og innan“, og heimilið
fyrirmynd hvað verknað snerti og hússtjórn. Hafi því oft verið sóst
eftir að koma þangað stúlkum til kennslu, en færri fengið en vildu.
Dæturnar hafi hún látið læra „allt sem hússtjórn snerti, eigi að eins
sauma og hannyrðir, almenna bóklega menntun, tungumál og
hljóðfæraslátt, heldur hjelt hún þeim líka til lærdóms í allri tóvinnu
og matargjörð og ljet þær fást við hvert það verk, sem á heimili er
títt og búið þarf“ (Þorvaldur Thoroddsen 1908: 274). Þá var hún
„ráðdeildarsöm í stóru og smáu og vildi ekki, að neitt spilltist eða
eyddist að óþörfu“, en um leið „stórgjöful“ og rausnarleg „og hinn
mesti bjargvættur margra fátækra“ (Þorvaldur Thoroddsen 1908:
275). Um gjafir hennar hafi þó fáir fengið að vita aðrir en þeir sem
skírnir
7 Skýrslur um landshagi á Íslandi 1870: 460–462. Í einum ríkisdal voru 6 mörk og
96 skildingar. Árið 1875 tók krónan við sem gjaldmiðill.
8 Hagskinna 1997: 607. Þar er ríkisdalur reyndar umreiknaður í krónur (gkr) , en
ein króna jafngilti hálfum ríkisdal. Árið 1880 voru árslaun „fullgildra vinnu-
stúlkna“ 30 til 50 krónur, sbr. „Styrktarsjóður handa vinnukonum“ (Þjóðólfur
1880: 66). Sjá einnig Klemens Jónsson 1927: 68: „Vinnukonukaupið var þá 35
krónur árlega, auk einhverra fata, eftir nánari samningi, og vinnumannskaupið
helmingi hærra, eða vel það.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 221