Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 100
reynir að draga í land, lyfta álögunum, virkar það á þveröfugan hátt.
Sé gætt að samhengi, sést einnig að spakmæli Hávamála („Orðstír
deyr aldregi“), fær í reyndinni nýtt niðurlag í sögunni, þótt það sé
hvergi orðað, og ber að lesa sem: „hveim er sér slæman getur“, og
geymir sú umræða djúpan skilning á því hvernig vissar persónur
eru lagðar í einelti út yfir gröf og dauða (20–21).
Líkt og orðaforðinn er Brimhenduspekin engin tilgerð. Hún er
fersk og kemur á óvart. Sögumaður lætur hugsanir sínar t.d. oft í
ljós með skondnum eða þversagnarkenndum yfirlýsingum og rök-
legum klifunum. Í fyrstu málsgreininni segir hann: „[A]ð þvertaka
fyrir slíkt mundi álíka vanhugsað og að gefa það í skyn. En ofmælt
verður ekki aftur tekið“ (7). Spyrja má hvað sagt verði um efni, sem
hvorki megi þvertaka fyrir né gefa í skyn. Þriðja efnisgrein sögunnar
hefst síðan á því að sögumaður reynir sjálfur að taka til baka það sem
hann ofmælti. Á öðrum stað segir að það skipti Sesar ekki máli hvað
sagt er. „Það sem máli skipti var raddblærinn.“ En síðan bætir sögu-
maður strax við: „Og skipti þó raunar eigi heldur máli“ (30). Sums
staðar birtast beinlínis röklegar þversagnir — yrðingar sem geta
ekki verið sannar samtímis — í máli sögumanns:
Í torfflagi á sumardegi er fátt ógerlegt. Nema hvað það er ekki heldur ger-
legt. Var það aldrei. Mun engu sinni verða. (78)
Sögumaður segir líka um ævi Sesars: „Örlagastefnan hélt upp-
teknum hætti ævina á enda, heimatilsniðin, ef svo mætti segja“ (9).
Hvernig skyldi heimatilsniðin örlagastefna vera?
Sögumaður notar einnig röklegar klifanir (e. tautology) —
yrðingar sem eru ávallt sannar og þar með innantómar. Besta dæmið
er snemma í sögunni er hann segir: „Annars barst honum [Sesari]
flest upp í hendur“ en síðan bætir hann við: „eða það barst honum
ekki“ og er þá komin fram klifun. Loks er klykkt út með: „Oftar en
hitt barst honum það ekki“ (9). Í þessu samhengi er líka vert að geta
þess að algengasta upphaf setninga eða málsgreina í sögunni er:
„Annars …“ eða: „Annars … ekki …“ (sjá bls. 6, 16, 25, 29, 30, 35,
40, 44, 61, 63, 65, 76, 77 (þrisvar sinnum), og 86). Sögumaður Brim-
hendu er líka snillingur í úrdrætti. Eftirfarandi málsgrein um
skriðvist Sesars vekur vafalítið kátínu, átti lesandi sig á fyrirvör-
100 róbert h. haraldsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 100