Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 229
229„það er ekki ljósunum að því lýst“
fyrst til Noregs, síðan til Ameríku. Í leikritinu er Ameríka fyrir-
heitna landið og Ameríkuferðir mjög á döfinni, en þær hófust um
1870 og náðu hámarki 1873. Í leikritinu ofbýður utanbæjarkonu
hvað konungurinn og þingið kostar þjóðina og er vegna þess að
hugsa um að flýja land. Það sem hún m.a. setur fyrir sig er kostn -
aðurinn við fjölda þingmanna og fær það uppörvandi svar að þeir
eigi nú „að verða helmingi fleiri næsta ár“. Það ár getur ekki verið
annað en 1874 þegar þjóðkjörnum þingmönnum var samkvæmt
nýju stjórnarskránni fjölgað um tíu, það er úr 26 í 36. Samtalið um
þingið á sér því stað árið 1873.
„Gleðilegur afmælisdagur“ er ekki aðeins elsta leikrit sem varð -
veist hefur eftir íslenska konu, heldur einnig fyrsta Reykjavíkur-
leikritið.29 Það er mjög langt og myndi varla taka undir fimm tímum
í flutningi, enda er ekki vitað til þess að það hafi nokkurn tímann
verið flutt. En lengdin sýnir að höfundi var mikið niðri fyrir. Hvat-
inn að ritun leikritsins kann að vera nýja leiksviðið í Glasgow sem
var mikil lyftistöng fyrir leiklistarlíf í Reykjavík, opnað með pompi
og prakt í janúar 1873 með Útilegumönnunum eftir Matthías Joch-
umsson, sem þá hét Skugga-Sveinn í fyrsta sinn, og Nýársnóttinni
eftir Indriða Einarsson.30 Um þessar sýningar segir Lárus Sigur-
skírnir
29 Eins og Sveinn Einarsson hefur bent á kann leikrit eftir Steingrím Thorsteinsson
sem kom í leitirnar að honum látnum, og varðveitt er í einu handriti á Lands-
bókasafni, Lbs 1897 8 vo, að vera eldra, skrifað í Kaupmannahöfn að hvatningu
Sigurðar málara um 1860. Leikritið sem ber nafnið „Ekki er allt sem sýnist“ ger-
ist allt á einu sviði, við krambúðarborð í Reykjavík, þar sem mikið er drukkið, og
er að mati Sveins „fyrsta kaupstaðarlýsingin í íslensku leikriti“ (Sveinn Einars-
son 1991: 393). Í síðari grein dregur hann úr þessu þar sem „leikritið gerist að
hluta í Kaupmannahöfn og deilt er á borgarglauminn þar“ (Sveinn Einarsson 2011:
158). Þetta leikrit er mjög stutt, 27 blaðsíður (og á því ekkert í 245 blaðsíður bisk-
upsfrúarinnar), hripað niður með óvandaðri skrift á fjórtán renninga. Það er því
augljóslega í drögum og ófullgert. Það kann líka vera skýringin á því af hverju
það var aldrei birt. Steingrímur kom heim frá Kaupmannahöfn 1872 og gerðist
kennari við Lærða skólann. Leikritið kann hann að hafa ætlað fyrir leiksýningar
skólapilta á áttunda áratugnum, en í því kemur fyrir knæpan hjá „feita Jörundi“
sem gæti vísað til veitingahúss Jörgensens í Reykjavík á þessu tímabili, stundum
kallað „Hjá Jörundi frænda“ (sbr. Guðjón Friðriksson 1991: 191).
30 Sbr. frétt í Göngu-Hrólfi 1873 (1874: 31) undir fyrirsögninni „Gleðileikar í
Reykjavík“; einnig Frjettir frá Íslandi 1873 (1874: 31), en þar segir: „Þegar talið er
það, sem horfir til menntunar, þá er enn fremur vert að telja sjónarleika þá, er haldnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 229