Skírnir - 01.04.2015, Blaðsíða 228
hverfis og umræðu líðandi stundar sem í því er má með nokkurri
vissu tímasetja það við árslok 1873 og/eða ársbyrjun 1874.23 Ráðast
fyrri tímamörk af amtmannsfrúnni sem kemur lítillega við sögu, en
amtmaður átti ekki búsetu í Reykjavík fyrr en 1873 þegar Bergur
Thorberg stofnaði þar heimili síðla árs með konu sinni, Elinborgu
Pétursdóttur, eins og áður er getið. Síðari tímamörk ráðast af gjald -
miðlinum sem í leikritinu er ríkisdalur, en hann var lagður niður í
árslok 1874 þegar krónan tók við.24 Þá er leikritið mjög vel staðsett
í þjóðfélagsumræðu tímabilsins, einkum áranna 1870 til 1873, eins
og fjárkláðamálinu sem mjög var deilt um á þessum árum,25 stöðu -
lögunum og „Jónungum“, sem kerling nokkur kallar „Sjónunga“
og voru fylgismenn Jóns Sigurðssonar í fjárhagsmálinu svokallaða.26
Í því sambandi fer fram umræða í leikritinu um ákvæða skáld og
ákvæðaskáldskap með augljósri tilvísun í „Íslendingabrag“ Jóns
Ólafssonar sem hann orti undir franska byltingarlaginu „La Mar-
seillaise“ þegar frumvarp um stöðulögin lá fyrir alþingi 1869 og
birtist ásamt nótum í tímariti hans Baldur 1870.27 Fyrir það var út-
gáfa ritsins stöðvuð og hann dæmdur í sekt. Þremur árum síðar birti
hann „Íslendingahvöt“ í nýju riti sínu, Göngu-Hrólfi, ásamt frægri
grein um svokallað „landshöfðingjahneyksli“, hvort tveggja níð um
konungsvaldið og danska Íslendinga.28 Aftur var hann dæmdur í
sekt og útgáfa tímaritsins stöðvuð. Vegna þessa flúði hann land,
228 helga kress skírnir
23 Í leikritinu sjálfu kemur ekki fyrir neitt ártal, og aðeins ein söguleg, nafngreind
persóna, Guðmundur nokkur Guðmundsson, uppnefndur kíkir (1830–60),
margdæmdur stórþjófur í Reykjavík sem hvarf úr gæsluvarðhaldi í Viðey á
stolnum báti í ágústmánuði 1860 og er talinn hafa drukknað á flóttanum (Þjóðólfr
1860: 147–148 og 154–155; einnig Klemens Jónsson 1929: 89 o.áfr.). Í leikritinu
er þetta löngu liðin tíð en þó vel í manna minnum. Sumir töldu nefnilega að
Guðmundur kíkir hefði komist af, bjargast í útlenda duggu, og ætti því aftur-
kvæmt til sinna sömu athafna í Reykjavík og áður.
24 Ekkert í leikritinu bendir til konungskomunnar eða aðdraganda hennar um mitt
sumar 1874 sem vafalaust myndi um svo stóran atburð hefði leikritið verið
skrifað eftir þann tíma.
25 Um fjárkláðann sem var lengi eitt helsta deiluefni þjóðarinnar, það er milli þeirra
sem vildu skera niður og þeirra sem vildu lækna, sjá Einar Laxness 1998: 132–134.
26 Guðjón Friðriksson 2011: 24–25. Í samtímaheimild kemur nafngiftin „Jónungar“
fyrir í grein eftir Arnljót Ólafsson í Norðra 1872: 13.
27 Jón Ólafsson 1870: 15. Sjá einnig Einar Laxness 1998: 52.
28 Jón Ólafsson 1873: 81–82. Sjá einnig Einar Laxness 1998: 174.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 228