Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 19
19aðstæður íslenskrar málþróunar
og væri á „undanhaldi“, eink um mælt mál („Sóknin er hafin“ 1985).
Fyrir réttum tíu árum, 22. janúar 2006, var svo haldin í Norræna
húsinu „Ráð stefna um stöðu máls ins“ að frumkvæði nokk urra
áhugamanna og með tilstyrk Fé lags ís lenskra bóka útgef enda og Rit-
höfunda sam bands Íslands. Í boðsbréfi um ráð stefnuna var sagt að
íslenskan virtist standa á nokkr um tímamótum og minnt á hina ein -
stæðu sam fellu í tungumálinu:
Nú er hald margra að þessi veruleiki heyri senn sögunni til og sé jafnvel
um það bil að líða undir lok hjá þeirri kynslóð sem senn mun erfa landið.
Að ís lenskan fái ekki miklu lengur hamið aðstreymi alls þess nýja efnis sem
að henni berst, jafnframt samfélagsbreytingum sem eru svo örar að tungan
hljóti að láta undan. („Ráðstefna um stöðu málsins“ 2006)
Á ráðstefnunni sagði Páll Valsson bókmenntafræðingur og þáver-
andi útgáfustjóri Máls og menningar m.a.:
Sjálfar undirstöður tungumálsins eru að bresta. Beygingakerfið er í upp-
námi og setn ingafræðilegur grundvöllur líka. Svo virðist sem tilfinning
fólks fyrir upp bygg ingu eðlilegra og einfaldra setninga sé á mjög hröðu
undanhaldi. („Tungu málið er farvegur …“ 2006)
Síðan eru liðin tíu ár og íslenskan lifir góðu lífi enn — hefur jafnvel
aldrei staðið betur að sumra mati, eins og fram kemur í greinum Pa-
wels Bartoszek og Tryggva Gíslasonar sem vitnað var til hér að
framan. Hér má nefna að UNESCO hefur útbúið mæli kvarða um
stöðu og lífvænleik tungumála, og samkvæmt honum stendur ís-
lenska mjög sterkt — er raðað í efsta styrkleikaflokk og metin
„örugg“ (safe; UNESCO Ad Hoc Expert Group on Endangered
Languages 2003). Þetta byggist á því að hún er notuð á öllum
sviðum þjóð lífsins; í stjórnkerfinu, í menntakerfinu, í verslun og
við skipt um, í fjölmiðlum, í menn ingarlífinu, á netinu, og í öllum
dag legum samskiptum fólks. En er þá ekkert að óttast?
Þegar rýnt er í þær vísbendingar sem menn hafa þóst finna um
yfirvofandi dauða íslensk unnar, allt frá Rask til nútímans, kemur í
ljós að þær varða flestar eða allar form máls ins — orðaforða, fram-
burð, beygingar, setningagerð. Allir þekkja dæmi um mál breyt ingar
sem hafa verið fordæmdar, margar áratugum saman. Þar ber líklega
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 19