Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 145
145viðeyjarbiblía (1841)
1866 = fyrri hluti = Við., síðan farin önnur leið, truid Euangelio =
1584/1644/1728; 1908 og áfram, fyrri hluti mjög svipaður 1728, í
síðari hluta ekki bein þýðingartengsl).
Niðurstöður
Nokkur samfella er í þýðingu á 1. versi allt til útgáfunnar 1908 að
öðru leyti en því að í fyrri þýðingum er notað orðið evangelium en
í Viðeyjarbiblíu gleðiboðskapur sem kenna má við málhreinsun. Því
er síðan breytt í fagnaðarerindi 1981 og heldur sér 2007. Segja má
að nokkur merkingarmunur sé í 1. versi allt frá 1584 til 1908, þ.e.
„Þetta er upphaf gleðiboðskaparins Jesú Krists, Guðs sonar“ sem
verður 1908 og síðar „… gleðiboðskaparins/fagnaðarerindisins um
Jesú Krist …“ Sérstaða Viðeyjarbiblíu kemur skýrast fram í 3., 4.,
5., 9., 10., 12. og 13. versi, þar sem engin bein þýðingartengsl eru
við fyrri þýðingar og engin bein áhrif á síðari þýðingar. Í versunum
2, 6, 11, 14 og 15 má greina nokkur áhrif Viðeyjarbiblíu á síðari
þýðingar þótt ekki sé það einhlítt. Í 8. versi er mikil samfella allt frá
1584 til 2007 að öðru leyti en því að í þýðingunni 1866 segir ég hef
skírt yður í stað ég skíri yður og helst það í nýrri þýðingum.
Lúkas 10. 25–37
25 Nú stód upp skriftlærdur madur nokkurr, vildi freista hans, og tók
svo til orda: Meistari! hvørninn á eg að breyta, svo ad eg eignist ei-
líft líf? (1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 … maður
nokkur skriptlærður stóð upp … niðurlagið = Við.; 1908 ekki bein
þýðingartengsl framan af en niðurlag nánast hið sama; 1981/2007
ekki bein þýðingartengsl).
26 Hann mælti: hvað er skrifad í Lögmáls-bókinni? hvørninn les
þú? (1584/1644 niðurlag = Við.; Enn hann sagdi til hans: Huad er
skrifad i Løgmalen. Hvernen les þu?; 1866 … hvað er skrifað í lög-
málinu? Hvernig les þú? = 1584/1644; = 1728; 1908 = 1866; 1981/
2007 aðeins frábrugðnar).
27 Hann mælti: elska skaltu Drottinn Gud þinn af øllu hjarta, af
allri sálu, af øllum krøptum og øllum huga, og náunga þinn eins og
sjálfan þig. (1584/1644 framan af notuð önnur orð, niðurlag eins;
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 145