Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 170

Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 170
gleðunum. Má í því sambandi t.a.m. minna á hina alræmdu Jörfagleði. Það sem einkennir karnivalmenninguna er gróteskan. Markmið hennar er að lækka eða aftigna allt sem háleitt er talið, andlegt eða afstrakt, og draga það niður á veraldlegt jarðneskt plan, þar sem allir eru jafnir. Kjarninn í grótesku raunsæi er hláturinn, og það er hlátur sem allir taka undir. Frelsandi hlátur, þar sem enginn er öðrum meiri. Allir menn hafa kropp, allir finna þeir til, hversu háttsettir sem þeir eru. Þess vegna má í gróteskum lýsingum sjá mik- inn áhuga á líkamshlutum og líkamsstarfsemi, svo sem rössum og nefjum, áti, drykkju og meltingu. En einnig því sem á líkamanum dynur, þ.e. alls kyns barsmíðum og misþyrmingum. Oft er mönnum einnig líkt við dýr. (Helga Kress 1996: 53–54) Í kjölfarið er fjallað um ímyndir veislunnar, birtingarmyndir hennar í fornsögunum o.s.frv. Af hverju ekki? Í sjálfu sér er ekkert við þetta að athuga. Og umfjöllun á borð við þá sem birtist í tilvitnuninni hér að ofan er vitanlega nauðsynleg til að kynna hugsun sovéska fræðimannsins fyrir þeim sem lítt þekkja til. En — þetta er ekkert nýtt. Sem fyrr segir á þessi lestur á Bakhtín flest sameiginlegt með fyrstu viðtökum um allan heim, heimfærsla Helgu eins og hún birt- ist í tilvitnuninni hér að ofan, tekur aðeins til yfirborðsins, hún er hluti af tísku sem gekk yfir á Vesturlöndum á sjöunda og áttunda áratugnum en barst ekki fyrr en síðar til Íslands.10 170 gunnar þorri pétursson skírnir 10 Dæmi um síðari — sértækari og beittari — lýsingu Helgu á karnival-grótesk- unni er finna í dagbók Morgunblaðsins, 24. júlí 2006. Fyrirhugað er erindi og ganga undir yfirskriftinni „Karnival á Þingvöllum“, að gefnu tilefni segir Helga í viðtali við blaðamann: „Hann [Bakhtín] hefur í ýmsum ritum sínum um menningu og bókmenntir miðalda skilgreint karnival sem sviðsetningu, munnsöfnuð og myndmál sem riðlar kerfum og snýr opinberri menningu samfélagsins á haus. Við þetta bæti ég kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni, en á það var Bakhtin blindur,“ útskýrir Helga. „Í karnivali ægir öllu saman: hátt verður lágt, andlegt verður líkamlegt, upp verður niður, líkamar sundrast, hausar fjúka og byggingar falla. Mikið er um ýkjur og alls kyns hávaða og læti, múgur og margmenni, lim- lestingar, bardagar, hamskipti, kynskipti og gervi. Vinsælar sviðsetningar eru: samkoman, markaðstorgið, skrúðgangan, hátíðin, borðhaldið, veislan, upp- skeran, kvennafarið og aftakan. Ýkjurnar eru svo miklar að þetta verður fyndið, en skv. Bakthin er hláturinn sá samnefnari sem öll atriði karnivalsins ganga upp í. Á hinn bóginn má segja að markmið karnivalsins sé í sjálfu sér pólitískt þar sem karnivalið miðar að því að draga niður vald.“ Helga segir Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.