Skírnir - 01.04.2016, Qupperneq 170
gleðunum. Má í því sambandi t.a.m. minna á hina alræmdu Jörfagleði. Það
sem einkennir karnivalmenninguna er gróteskan. Markmið hennar er að
lækka eða aftigna allt sem háleitt er talið, andlegt eða afstrakt, og draga það
niður á veraldlegt jarðneskt plan, þar sem allir eru jafnir. Kjarninn í grótesku
raunsæi er hláturinn, og það er hlátur sem allir taka undir. Frelsandi hlátur,
þar sem enginn er öðrum meiri. Allir menn hafa kropp, allir finna þeir til,
hversu háttsettir sem þeir eru. Þess vegna má í gróteskum lýsingum sjá mik-
inn áhuga á líkamshlutum og líkamsstarfsemi, svo sem rössum og nefjum,
áti, drykkju og meltingu. En einnig því sem á líkamanum dynur, þ.e. alls
kyns barsmíðum og misþyrmingum. Oft er mönnum einnig líkt við dýr.
(Helga Kress 1996: 53–54)
Í kjölfarið er fjallað um ímyndir veislunnar, birtingarmyndir hennar
í fornsögunum o.s.frv. Af hverju ekki? Í sjálfu sér er ekkert við þetta
að athuga. Og umfjöllun á borð við þá sem birtist í tilvitnuninni hér
að ofan er vitanlega nauðsynleg til að kynna hugsun sovéska
fræðimannsins fyrir þeim sem lítt þekkja til. En — þetta er ekkert
nýtt. Sem fyrr segir á þessi lestur á Bakhtín flest sameiginlegt með
fyrstu viðtökum um allan heim, heimfærsla Helgu eins og hún birt-
ist í tilvitnuninni hér að ofan, tekur aðeins til yfirborðsins, hún er
hluti af tísku sem gekk yfir á Vesturlöndum á sjöunda og áttunda
áratugnum en barst ekki fyrr en síðar til Íslands.10
170 gunnar þorri pétursson skírnir
10 Dæmi um síðari — sértækari og beittari — lýsingu Helgu á karnival-grótesk-
unni er finna í dagbók Morgunblaðsins, 24. júlí 2006. Fyrirhugað er erindi og
ganga undir yfirskriftinni „Karnival á Þingvöllum“, að gefnu tilefni segir Helga
í viðtali við blaðamann:
„Hann [Bakhtín] hefur í ýmsum ritum sínum um menningu og bókmenntir
miðalda skilgreint karnival sem sviðsetningu, munnsöfnuð og myndmál sem
riðlar kerfum og snýr opinberri menningu samfélagsins á haus. Við þetta bæti
ég kvenna- og kynjafræðilegu sjónarhorni, en á það var Bakhtin blindur,“
útskýrir Helga. „Í karnivali ægir öllu saman: hátt verður lágt, andlegt verður
líkamlegt, upp verður niður, líkamar sundrast, hausar fjúka og byggingar falla.
Mikið er um ýkjur og alls kyns hávaða og læti, múgur og margmenni, lim-
lestingar, bardagar, hamskipti, kynskipti og gervi. Vinsælar sviðsetningar eru:
samkoman, markaðstorgið, skrúðgangan, hátíðin, borðhaldið, veislan, upp-
skeran, kvennafarið og aftakan. Ýkjurnar eru svo miklar að þetta verður
fyndið, en skv. Bakthin er hláturinn sá samnefnari sem öll atriði karnivalsins
ganga upp í. Á hinn bóginn má segja að markmið karnivalsins sé í sjálfu sér
pólitískt þar sem karnivalið miðar að því að draga niður vald.“ Helga segir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 170