Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 194
radda, stillir saman eða klýfur í andstæður. En rytmi þarf ekki að
eiga við um tónlistina eina. Hann getur líka tengt hvaða tvær sýn -
ingarraddir sem verða vill eða svo margar sem þarf — texta og
hreyfingu, texta og sviðsmynd, sviðsmynd og ljós, ljós og hreyf-
ingu. Allt getur þetta dansað hvert við annað. Verkfærið er rytmi og
aðferðin kontrapunktur. Textinn er sem sagt ekki einn um það að
geta orðið að tónlist. Það geta hinar sýningarraddirnar líka, og það
er ekki á nokkurn hátt hæpnara. Óperan felst beinlínis í samþýð ingu
sýningarradda, tveggja eða fleiri. Allar raddir sviðsins geta sungið.
Hér, eins og í öllu þessu skrifi, tek ég mið af þeirri óraunsæju,
táknkenndu og formsæknu7 listgrein sem óperan hlýtur að vera. Ég
dreg af því ítrustu niðurstöður og finnst þær eigi að gilda um leik-
húsið allt. Óperan hefur alltaf verið formsækin. Það liggur í eðli
hennar. Sá eiginleiki veldur því að þótt deila megi um margt í
óperum 19. aldar eru þær engu að síður framsæknasta leikhúsform
þess tíma. Í þeim er að finna fyrsta vísi að því heildarleikhúsi, þeirri
sjálfstæðu sviðslist, sem 20. öldin leitaði að.
Ef eitthvað er hæft í þessu hafa óperuunnendur betur en aðrir
vanist sérlega óraunsæju, formsæknu og stílfærðu leikhúsi. Ætla
mætti að þeir væru þess vegna hagvanir og lystargóðir þegar ný
sviðslist er fram borin. Dæmi nú hver fyrir sig hvort sú er raunin.
Fjórða alhæfing: Söngur raddanna er laglína
Ætli ég sé ekki nokkuð hrifinn af ýmsu því við óperuna sem aðrir
þola illa, svo sem óraunsæi hennar og formsækni. Þetta mætti skilja
sem svo að mér þyki form eitt og sér eitthvað merkilegt, en það er
rangt. Setjum sem svo að ég leikstýri morði á sviði þannig að hnífs-
stungan falli að einhverjum tilteknum rytmískum hlutföllum. Það
væri ekki gert af dálæti á þeim hlutföllum sjálfum heldur vegna þess
að þannig teldi ég hnífsstunguna hafa meiri áhrif á sviði, að þetta
194 atli ingólfsson skírnir
7 Orðið formsækin er tilraun til að forðast orðið abstrakt í þessu samhengi, enda
hefur hið síðarnefnda sterkari vísun í óhlutbundin form, sem á tæpast við um
leikhús. Orðið mætti skýra sem svo: Formsækið er það sem fórnar raunsæi og ein-
faldri tjáningu fyrir formbyggingu.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 194