Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 138
61. kafli
Í þessum texta höfum við gott dæmi um tengsl Jesajaritsins við Nýja
testamentið. Textinn er meðal kristinna manna vafalítið þekktastur
fyrir það að samkvæmt Lúk 4.16–19 var hann meðal þess sem Jesús
las upp í samkunduhúsinu í Nasaret og heimfærði á sjálfan sig.
1 Andi Drottins hins alvalda er yfir mér, því Drottinn hefir smurt
mig til að flytja hinum naudstøddu fagnadarbodskap; hann hefir
sendt mig til ad lækna hin særðu hjørtun, til ad kunngjöra hinum
herteknu frelsi, og hinum fjøtruðu lausn. (1584/1644 Ande
DROTTINS DRotti<n>s er yfer mier / Þar fyrer hefr DROTTIN
smurt mig …, annars afar lítil bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908
Andi drottins, Jahve, (1912 herrans Drottins) er yfir mér, af því að
Jahve (1912 Drottinn) hefir smurt mig til að flytja …, annars lítil
bein þýðingartengsl).
2 til að kunngjøra líknar ár Drottins og hefndardag vors Guds, til að
hugga alla sorgbitna. (1584/1644 … og einn hefndar dag …, annars
afar lítil bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 Til að boða líknarár
Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla…).
3 til ad sýna og géfa hinum sorgbitnu Síonsborgar innbyggjendum
høfuddjásn fyrir øsku, fagnadar vidsmjør fyrir hrygd, vegleg klædi
fyrir harmþrúnginn anda. (1584/1644 …fagnadar Vidsmiør fyrer
Hrygdina …, annars engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908
og áfram, mjög lítil þýðingartengsl).
Þeir munu kalladir verda „heillavænleg“ terpentíntré, rótsett af
Drottni, honum til vegsemdar. (1584/1644 engin bein þýðingar-
tengsl; 1728 engin þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, mjög
lítil þýðingartengsl).
Niðurstöður úr 61. kafla
Hér, eins og í 6. kafla, notar þýðandinn hugtakið „hinn alvaldi“ í 1.
versi og af sömu ástæðu og áður. Í versum 1–2 reynist Viðeyjar-
biblía fremur hafa áhrif á þær þýðingar sem á eftir henni komu
heldur en að hún sé undir áhrifum eldri þýðinga. Í versum 3–4 er
sérstaða Viðeyjarbiblíu einkum áberandi, þ.e. þýðingartengsl lítil
138 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 138