Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 146
1728 heldur meiri þýðingartengsl, niðurlag eins; 1866 = Við.;
1908/1981/2007 allnokkur þýðingartengsl).
28 Hann mælti: þú svaradir rétt, breyt þú svo, og mun þér vel vegna.
(1584/1644 … riett suarader þu …; 1728 … þú svarader riett = Við.;
1866 … og þá muntu lifa = 1728; 1908/1981/2007 … gjör/ger þú
þetta, og þá muntu lifa = nánast eins og 1728).
29 En þareð hann vildi réttlæta sjálfan sig, spurdi hann Jesúm aptur:
hvørr er þá minn náúngi? (1584/1644 Enn hann villdi riettlæta sialf -
an sig / og sagde til Iesu / Hver er þa minn Naunge = nánast eins og
Við.; 1866 … sagði hann við Jesúm …; 1908 = 1866; 1981 allnokkur
þýðingartengsl; 2007 fer aðeins aðra leið).
30 Jesús mælti: madur nokkurr ferdadist frá Jerúsalem til Jeríkó og
féll í hendur ræningja, sem flettu hann klædum, veittu honum
áverka, fóru sídan burtu og létu hann eptir daudvona. (1584/1644/
1728 lítil bein þýðingartengsl; 1866 inngangsorð önnur, annað =
Við.; 1908 … féll á meðal ræningja … = 1728; 1981/2007 talsverð
þýðingartengsl en einnig frávik).
31 Svo bar til, ad Prestur nokkurr fór þenna sama veg, og er hann
sá hann, gékk hann framhjá; (1584 ekki bein þýðingartengsl; 1644
… eirn Prestur …; 1728 … prestur nockur …; 1866 = Við.; 1908 En
af hendingu = 1728; 1981/2007 fara aðra leið)
32 eins Levítinn, þegar hann kom til þess stadar og sá hann, gékk
hann einninn framhjá. (1584/1644/1728 engin bein þýðingartengsl;
1866 = Við.; 1908 Upphaf annað, síðan = Við., 1981/2007 fara aðra
leið).
33 En samverskur madur nokkurr, er fór um farinn veg, kom þar ad
og er hann sá hann, kéndi hann í brjósti um hann (1584/1644/1728
engin bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908/1981/2007 ekki bein
þýðingartengsl í fyrri hluta, síðari hluti = Við.)
34 kom og batt sár hans, og hellti í þau vidsmjøri og víni, setti hann
sídan upp á sinn eiginn eyk, og flutti hann til géstgjafa húss, og lét
sér hugarhaldid um hann. (1584/1644 lítil bein þýðingartengsl en
nokkur, t.d. viðsmjör, vín og eik; 1728 lítil bein þýðingartengsl;
1866 gekk til hans …, síðan = Við.; 1908 upphaf = 1866, síðan lítil
frekari þýðingartengsl; 1981/2007 …, síðan = Við. að … gistihúss og
lét sér annt um hann).
146 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 146