Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 142
16 svo lýsi og ydvart ljós ødrum mønnum, ad þeir sjái ydar góda
framferdi, og dýrki ydar himneska Fødur. (1584/1644/1728 ekki
bein þýðingartengsl; 1866 hefur frá 1728 … fyrir mönnunum að
þeir sjái yðar góðverk …; 1908 …fyrir mönnunum til þess að þeir
sjái góðverk yðar …1981/2007 nokkuð frábrugðnar 1908).
17 Ætlid ekki, ad eg sé kominn til ad aftaka løgmálid og spámenn-
ina; til þess er eg ekki kominn, heldur til þess að fullkomna þad.
(1584/1644/1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 = Við.; 1908 lítil
bein þýðingartengsl; 1981 = 2007, lítil bein þýðingartengsl).
18 Sannlega segi eg ydur: fyrr mun himin og jørd forgánga enn víkja
megi frá hinum minnsta bókstaf eða titli í løgmálinu, og þad svo
grandvarlega, ad því sé ad øllu leiti fullnægt. (1584/1644 … mun
eige hinn minste Bokstafur edr Titill af Løgmalene forganga …;
1728 lítil þýðingartengsl; 1866 nokkur þýðingartengsl en ekki bein;
1908/1981/2007 lítil bein þýðingartengsl).
19 Hvørr hann brýtur eitt af þessum bodum, er minnst sýnist um-
varda og hvetur adra til þess, hann mun minnstur kallast í himnaríki;
en hvørr sem hlýdir þeim, og rædur (ødrum til hins sama), hann mun
mikill kallast í himnaríki; (1584/1644/1728 nær engin bein þýðing-
artengsl; 1866 = Við.; 1908 og áfram, lítil bein þýðingartengsl).
20 því segi eg ydur: ad nema ydar rádvendni taki fram Fariseanna
og þeirra løglærdu, munud þér ekki koma í himnaríki. (1584/1644/
1728 ekki bein þýðingartengsl; 1866 … réttlæti …; 1908 og áfram,
fara aðra leið).
Niðurstöður
Segja má að í 1. versi fylgi Viðeyjarbiblía í stórum dráttum hefðinni
sem haldist hefur frá Guðbrandsbiblíu 1584 og til útgáfunnar 2007,
með lítilsháttar orðalagsbreytingum. Sama er að segja um 6. og 7.
vers. Sérstaða Viðeyjarbiblíu er áberandi í þessum kafla og kemur
ljóst fram í 2., 3., 5., 9. og 10. versi og versunum 16–20. Í 1. versi er
dæmi um málhreinsun og í 4. versi má merkja að Viðeyjarbiblía
hefur haft áhrif á þær þýðingar sem á eftir komu. Sama má sjá í 11.
versi og 13.–15. versi. Í 12. versi eru áhrifin á Viðeyjarbiblíu frá fyrri
þýðingum mjög ljós en síðari þýðingar fylgja ekki hefðinni.
142 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 142