Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 75
75birtingarmyndir íslams
endurskoða annað. Hann vísar hér til sögulegra rannsókna á upp-
hafi og þróun íslams fyrstu aldirnar. Þær heimildir sem hingað til
hefur verið stuðst við eru að stórum hluta teknar saman 200–300
árum eftir atburðina sem þær greina frá og hafa því mjög takmarkað
sagnfræðilegt gildi. Þær segja aftur á móti mikið um þann tíma þegar
þær voru ritaðar (Abdel-Samad 2015: 35–48). Í nýlegum rann-
sóknum er því jafnvel haldið fram að Múhameð hafi aldrei verið til
sem söguleg persóna. Abdel-Samad gengur þó ekki svo langt þegar
hann gerir grein fyrir Múhameðsmynd íslamskrar trúarhefðar. Að
hans áliti verður segja skilið við þann hluta hefðarinnar þar sem Mú-
hameð kemur fram sem löggjafi, stríðsherra eða fyrirmynd í
siðferðisefnum. Því samkvæmt hefðinni ber Múhameð ábyrgð á
fjöldamorðum, bæði á andstæðingum sínum og gyðingum, að ekki
sé minnst á afstöðu hans til kvenna og atvik í einkalífi hans (Abdel-
Samad 2015: 107–149, 185–196).
Eins og svo oft í umfjöllun um „mikilmenni“ sögunnar leitar
Abdel-Samad róta þessarar „afstöðu“ Múhameðs í erfiðri æsku,
skilgreinir trúarlegar sýnir í tengslum við flogaveiki og annað þess
háttar (Abdel-Samad 2015: 49–68, 151–184, 197–220). Það gefur að
skilja að jafnt fjarlægð í tíma sem og sögulegur óáreiðanleiki heim-
ilda veita lítið rými fyrir slíkar vangaveltur. Abdel-Samad er sér
meðvitaður um það, þar sem greining hans miðast við myndina af
Múhameð sem þróast hefur innan hefðarinnar í aldanna rás.11 Slík
úttekt er í senn uppgjör við túlkunarsöguna og hluti af henni. Sam-
kvæmt Abdel-Samad ber að greina í Kóraninum á milli súranna frá
Mekka og Medína. Hinar eldri, Mekka-súrurnar, eru mun friðsam-
legri, huglægari og tengjast vissri sýn á lok tímanna, en í Medína
talar löggjafinn, herforinginn og valdamaðurinn Múhameð. Mú-
hameð var uppi á Arabíuskaga á 7. öld. Það umhverfi mótar jafnt
boðun og verk hans (Abdel-Samad 2015: 178–184). Í samtíma okkar
verður því íslamska trúarsamfélagið að greina á milli trúarlegra þátta
í boðun Múhameðs og veraldarvafsturs sem var bundið af sögulega
tilfallandi aðstæðum. Trúin þarfnist sögulegra rannsókna og gagn-
skírnir
11 Yfirlit yfir nokkra þætti hennar er að finna í bók Rainer Brunner (2012), Mo-
hammed — Wissen, was stimmt.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 75