Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 71
71birtingarmyndir íslams
hélt til framhaldsnáms í Þýskalandi 1995 þar sem hann vinnur nú við
deild Háskólans í Erfurt í íslömskum fræðum og stofnun um sögu og
menningu gyðinga við Háskólann í München. Abdel-Samad, sem er
þýskur ríkisborgari, er þekktur fyrir rit sín um íslam en í þeim er að
finna sögulegt, hugmyndafræðilegt og persónulegt uppgjör við íslam
og íslamista. Árið 2013 gaf imam í Egyptalandi út tilskipun um að
Abdel-Samad væri fallinn frá trúnni og því rétt dræpur.
4.1.1. Íslam andspænis vestrænni menningu
Í skrifum Abdel-Samad má greina skýran þráð. Í bókinni Mein
Abschied vom Himmel (Himinninn kvaddur, 2009) er fjallað um
það „menningaráfall“ sem margir er koma úr hinum íslamska heimi
verða fyrir þegar þeir halda til Evrópu til að stunda þar framhalds-
nám. Hann tekur dæmi af sjálfum sér og lýsir hvernig tveir menn-
ingarheimar rákust á í lífi hans. Í því uppgjöri varð honum ljóst að
rót vandans í heimi múslíma væri ekki aðeins olíuhagsmunir Vestur -
veldanna, hvað þá þeir ýmsu erfiðleikar sem vestræn menning eigi
að valda þeim, heldur stöðnuð og lokuð menningar- og trúararf-
leifð þeirra sjálfra. Þetta var staðreynd sem hann rakst illilega á, sér-
staklega eftir að hann fór að gefa ýmsum gagnrýnisröddum, m.a.
innan hins íslamska heims, betur gaum.
Í næstu bók sinni, Der Untergang der islamischen Welt: Eine
Prognose (Hnignun hins íslamska heims: Forspá, 2010), er vísað til
verks Oswalds Spengler Untergang des Abendlandes (Hnignun
Vesturlanda, 1918 og 1922). Viðfangsefnið er hér aftur á móti hinn
íslamski heimur (Abdel-Samad 2010: 32). Að mati höfundarins er
vandi múslima sá að heimsmynd og heimssýn nútímans hefur svipt
grundvellinum undan hefðbundinni túlkun íslams á veruleika
manns, heims og samfélags. Kjarni vandans er að öllu skuli skipað
undir trúna, eins og kemur t.d. vel fram í hugmyndinni um umma,
þar sem heiminum er skipt upp í tvö svið, hús friðarins, sem íslam
stendur fyrir, og hús ófriðarins sem allir hinir tilheyra (Abdel-
Samad 2010: 27, 173). Þessari skiptingu hefur verið viðhaldið, líka
eftir að hinn íslamski heimur mætti tækni- og veraldarvæðingu, með
nokkuð harkalegum hætti. Vissulega nýttu menn sér það sem
skírnir
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 12:59 Page 71