Skírnir - 01.04.2016, Blaðsíða 114
nefnir í formála bókar sinnar Die Sprache der Guðbrandsbiblía þau
verk sem Guðbrandur hafi nýtt við þýðinguna og styðst þar við
Christian Westergård-Nielsen (1946: 318). Ritin eru Vúlgata, sem er
þýðing Biblíunnar á latínu, mikils metin meðal kaþólskra á 16. öld,
Biblían á þýsku í þýðingu Lúters, sennilega frá 1545, dönsk Biblía,
kennd við Kristján konung þriðja frá 1550, og Stjórn, fornnorræn
biblíuþýðing frá því skömmu eftir 1300 sem nú er ekki varðveitt að
fullu. Hann nýtti sér líka Nýja testamentisþýðingu Odds Gott-
skálkssonar frá 1540 en hann er talinn hafa notað Vúlgötu, einnig
biblíuþýðingu Erasmusar frá Rotterdam frá 1516 og þýðingu Lút-
ers líklega frá 1530, annaðhvort eða bæði á háþýsku og lágþýsku
(Jón Helgason 1929: 176–199).
Þýðingin frá 1644, Þorláksbiblía, kennd við Þorlák biskup
Skúlason, styðst að verulegu leyti við Guðbrandsbiblíu. Saman-
burður sýnir þó að Þorlákur víkur allvíða frá texta Guðbrands eins
og fram kemur í dæmunum síðar í greininni.
Næst í röðinni er biblíuþýðingin frá 1728, Steinsbiblía, kennd
við Stein biskup Jónsson. Hún er víða talsvert frábrugðin hinum
tveimur en ljóst er þó að Steinn hefur nýtt sér þær þegar þurfa þótti.
Hann þýðir að boði konungs eftir danskri Biblíu frá 1647 eins og
lesa má um í ævisögubroti varðveittu í Landsbókasafni-Háskóla-
bókasafni (JS 96 4to). Hann mun einnig hafa nýtt sér það sem til
var af þýðingu Jóns Vídalín á Nýja testamentinu (Lbs. 11–12 4to).
Lítið hefur verið gert með þýðingu Steins en samanburður sýnir að
yngri þýðingar sóttu þangað fyrirmyndir.1
Þessar þrjár Biblíur höfðu þýðendur Viðeyjarbiblíu við að
styðjast auk erlendra þýðinga. Að vísu voru Biblíur gefnar út 1747
og 1813 en þær viku að litlu frá Þorláksbiblíu. Nokkrir þýðendur
komu að Viðeyjarbiblíu en hvergi er að finna hvort eftir einhverri
ákveðinni erlendri Biblíu var þýtt. Eins og fram kemur í formála
fengu þýðendur fyrirmæli um að breyta litlu. Benedikt Gröndal
(2014: 117) nefnir tungumálakunnáttu föður síns, Sveinbjarnar
Egilssonar, í Dægradvöl og segir að hann muni „hafa verið sá eini
114 guðrún, gunnlaugur, sigurður skírnir
1 Guðrún Kvaran (1994: 129–153) hafði áður fjallað um Steinsbiblíu og lagt áherslu
á að hana þurfi að skoða með augum 18. aldar mannsins.
Skírnir vor 2016.qxp_Layout 1 18.4.2016 13:00 Page 114